Varða-Rannsóknastofnun vinnumarkaðarins leitar eftir að ráða rannsóknastjóra til starfa. Varða er ung stofnun í uppbyggingarfasa sem er spennandi vettvangur fyrir metnaðarfulla rannsakendur.
Leitað er að einstaklingi sem hefur djúpa og viðamikla þekkingu á megindlegri aðferðafræði rannsókna í félagsvísindum. Getur leitt rannsóknaverkefni í innlendu og/eða erlendu samstarfi, hefur sérfræðiþekkingu á rannsóknarsviði sem tengist vinnumarkaði, kaupum og kjörum, getur unnið úr niðurstöðum rannsókna, birt þær niðurstöður á fræðilegum vettvangi í ritrýndum greinum og greint frá niðurstöðum rannsókna.
Hægt er að sækja um starfið með því að fylla út umsókn hér.