Vel heppnaðir fræðslu- og tengsladagar ASÍ-UNG

Höfundur

Ritstjórn

Dagana 30.-31. mars síðastliðinn fóru fram fræðslu- og tengsladagar ASÍ-UNG sem voru haldnir á Stracta hótel á Hellu.

Stjórn ASÍ-UNG stóð fyrir viðburðinum og sóttu hann um 30 manns. Málefni fræðslu- og tengsladagana í ár var myndun stefnu ASÍ-UNG og mynduðust sérlega góðar og opnar umræður.

Erindi flutti Leifur Óskarsson, meistaranemi í stjórnun og stefnumótun. Erindi hans fjallaði um ferli stefnumótunar og nytsamleg tól sem aðstoða við slíkt ferli.

Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti ASÍ flutti einnig erindi og tók við spurningum.

Stjórn ASÍ-UNG kemur nú til með að vinna áfram þann efnivið sem fram kom á fræðslu- og tengsladögunum með það markmið að kynna stefnu ASÍ-UNG seinna á árinu.

Tengdar fréttir

  • Eftirlitsfulltrúar í námsferð til Helsinki

    Starfsdagar eftirlitsfulltrúa Alþýðusambands Íslands og stéttarfélaganna fóru fram í Helsinki…

    Kristjana Fenger

    7. nóv 2025

  • Vel heppnað þing ASÍ-UNG

    ASÍ-UNG hélt sitt 11. þing föstudaginn 17. október og var…

    Ritstjórn

    20. okt 2025

  • Skýrsla forseta ASÍ 2025 komin út

    Skýrsla forseta fyrir árið 2025 er að venju efnismikil og…

    Arnaldur Grétarsson

    17. okt 2025