Vel heppnaðir fræðslu- og tengsladagar ASÍ-UNG

Höfundur

Ritstjórn

Dagana 30.-31. mars síðastliðinn fóru fram fræðslu- og tengsladagar ASÍ-UNG sem voru haldnir á Stracta hótel á Hellu.

Stjórn ASÍ-UNG stóð fyrir viðburðinum og sóttu hann um 30 manns. Málefni fræðslu- og tengsladagana í ár var myndun stefnu ASÍ-UNG og mynduðust sérlega góðar og opnar umræður.

Erindi flutti Leifur Óskarsson, meistaranemi í stjórnun og stefnumótun. Erindi hans fjallaði um ferli stefnumótunar og nytsamleg tól sem aðstoða við slíkt ferli.

Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti ASÍ flutti einnig erindi og tók við spurningum.

Stjórn ASÍ-UNG kemur nú til með að vinna áfram þann efnivið sem fram kom á fræðslu- og tengsladögunum með það markmið að kynna stefnu ASÍ-UNG seinna á árinu.

Tengdar fréttir

  • ASÍ styrkir Samhjálp um páska

    ASÍ styrkir Samhjálp um 400 þúsund krónur nú í aðdraganda…

    Arnaldur Grétarsson

    15. apr 2025

    Kaffistofa Samhjálpar og merki Samhjálpar
  • Opið fyrir umsóknir í Minningarsjóð Eðvarðs Sigurðssonar 2025

    Minningarsjóður Eðvarðs Sigurðssonar auglýsir eftir umsóknum. Sjóðurinn veitir styrki til…

    Arnaldur Grétarsson

    8. apr 2025

    Eðvarð Sigurðsson
  • Engar tryggingar í frumvarpi um verð á raforku til almennings

    Stjórnvöld taki ekki tillit til sérstöðu raforkumála á Íslandi Alþýðusamband…

    Ritstjórn

    26. mar 2025