Vel heppnuð Kvennaráðstefna ASÍ

Höfundur

Ritstjórn

Kvennaráðstefna ASÍ var haldin í Reykjanesbæ 27.-28. maí á kvennaárinu 2025. 

Þar voru samankomnar um 65 konur víðsvegar af landinu til að ræða málin og kjarna meginviðfangsefni kvenna í verkalýðshreyfingunni undir yfirskriftinni: Kvenfrelsi og stéttabarátta á Kvennaári. 

Á ráðstefnunni var kvennasamstöðunni fagnað og áréttað mikilvægi þess að efla hana og rækta. Á ráðstefnunni var rætt um Kvennaárið, stöðu kvenna í samfélaginu og innan hreyfingar og var unnið í þremur málstofum. Málstofurnar fjölluðu um 1) samþætting fjölskyldu- og atvinnulífs, 2) launamun kynjanna og 3) mismunun og ójöfnuð. 

Mikil stemning skapaðist og samhugur kvenna á milli þvert á félög og atvinnugreinar. Konur í Verkalýðs- og sjómannasambandi Keflavíkur og nágrennis voru höfðingjar heim að sækja og mættu ráðstefnugestum af mikilli gestrisni. 

Niðurstöður kvennaráðstefnu ASÍ verða sendar miðstjórn sambandsins.

Tengdar fréttir

  • Laun kvenna og karla í ASÍ og BSRB árið 2024

    Á Kvennaári 2025 hafa á sjötta tug samtaka sameinast um…

    Steinunn Bragadóttir

    30. jún 2025

  • Grá svæði sem eru alls ekki svo grá

    Vinnustofa Söru Hassan um valdníðslu og kynbundna áreitni Um miðjan…

    Guðrún Margrét Guðmundsdóttir

    24. jún 2025

  • KVENNAVAKA – Stórtónleikar Kvennaárs 2025

    Kvennaár býður konum og kvárum til Kvennavöku í Hljómskálagarði að…

    Ritstjórn

    18. jún 2025

    Kvennavaka 2025