Vel sótt ráðstefna um mansal á Íslandi

Höfundur

Arnaldur Grétarsson

ASÍ og Samtök Atvinnulífsins héldu í dag vel sótta ráðstefnu um mansal á Íslandi í Hörpu. Þrátt fyrir að íslenskur vinnumarkaður sé almennt vel skipulagður hafa undanfarið komið upp mál sem valda verulegum áhyggjum og nauðsynlegt er að staldra við. Fulltrúar úr verkalýðshreyfingunni, atvinnulífinu, fræðasamfélaginu og frá opinberum stofnunum tóku virkan þátt með kynningum og umræðum um þá meinsemd sem vinnumansal er.

Horfa má á upptöku af erindum og umræðum á ráðstefnunni hér.

Á ráðstefnunni var farið yfir stöðu mála, hvaða aðstæður ýta undir vinnumansal, hvernig hægt er að greina tilvik og hvaða úrræði gætu gagnast best til að uppræta vinnumalsal. Gestir frá Finnlandi fóru yfir reynslu Finna af málaflokknum, en Finnar hafa náð eftirtektarverðum árangri í baráttunni gegn vinnumansali.

Í tengslum við fundinn sendu Alþýðusamband Íslands og Samtök Atvinnulífsins frá sér sameiginlega yfirlýsingu um fjölbreytt úrræði í tengslum við málaflokkinn. Þar er m.a. kallað eftir skýrum og góðum ferlum sem taka á málum sem kunna að koma upp, úrræði sem grípa vel þolendur og að unnið sé að því að auka þekkingu og greiningargetu á vandanum.

Tengdar fréttir

  • Skýrsla forseta ASÍ 2025 komin út

    Skýrsla forseta fyrir árið 2025 er að venju efnismikil og…

    Arnaldur Grétarsson

    17. okt 2025

  • Er lægsta verðið alltaf hag­stæðast?

    Greinin birtist fyrst á Vísi, 8. október 2025. Á árinu…

    Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir

    8. okt 2025

  • Ný skýrsla Vörðu sýnir að breið gjá einkennir stöðu launafólks

    Sjö af hverjum tíu ná endum saman og sex af…

    Ritstjórn

    1. okt 2025