Verðbólga lækkar og mælist 3,0% í september

Höfundur

Ritstjórn

Vísitala neysluverðs hækkar um 0,09% í september en ársverðbólgan lækkar og mælist nú 3,0% samanborið við 3,2% í ágúst. Verðbólga fór hæst í 3,6% í maí á þessu ári. Vísitala neysluverðs án húsnæðis mælist nú 2,9% en húsnæðisverð hefur tekið litlum breytingum á síðustu mánuðum.

Mest áhrif til lækkunar á verðlagi í september hefur 1,5% lækkun á liðnum ferðir og flutningar (vísitöluáhrif -0,23%) en þar hefur 8,6% lækkun á flugfargjöldum til útlanda mest að segja. Mest áhrif til hækkunar hefur liðurinn föt og skór sem hækkar um 4,2% (áhrif +0,18%) en útsölulok hafa þar eflaust sitthvað að segja.
Næst mest áhrif til hækkunar hefur liðurinn húsgögn og heimilisbúnaður sem hækkar um 2,3% (áhrif 0,12%) í mánuðinum en þar hefur 4,6% hækkun á raftækjum mest. Litlar breytingar eru á öðrum liðum í mánuðinum.

Tengdar fréttir

  • ASÍ styrkir Samhjálp um páska

    ASÍ styrkir Samhjálp um 400 þúsund krónur nú í aðdraganda…

    Arnaldur Grétarsson

    15. apr 2025

    Kaffistofa Samhjálpar og merki Samhjálpar
  • Opið fyrir umsóknir í Minningarsjóð Eðvarðs Sigurðssonar 2025

    Minningarsjóður Eðvarðs Sigurðssonar auglýsir eftir umsóknum. Sjóðurinn veitir styrki til…

    Arnaldur Grétarsson

    8. apr 2025

    Eðvarð Sigurðsson
  • Engar tryggingar í frumvarpi um verð á raforku til almennings

    Stjórnvöld taki ekki tillit til sérstöðu raforkumála á Íslandi Alþýðusamband…

    Ritstjórn

    26. mar 2025