Verðbólga lækkar og mælist 3,0% í september

Höfundur

Ritstjórn

Vísitala neysluverðs hækkar um 0,09% í september en ársverðbólgan lækkar og mælist nú 3,0% samanborið við 3,2% í ágúst. Verðbólga fór hæst í 3,6% í maí á þessu ári. Vísitala neysluverðs án húsnæðis mælist nú 2,9% en húsnæðisverð hefur tekið litlum breytingum á síðustu mánuðum.

Mest áhrif til lækkunar á verðlagi í september hefur 1,5% lækkun á liðnum ferðir og flutningar (vísitöluáhrif -0,23%) en þar hefur 8,6% lækkun á flugfargjöldum til útlanda mest að segja. Mest áhrif til hækkunar hefur liðurinn föt og skór sem hækkar um 4,2% (áhrif +0,18%) en útsölulok hafa þar eflaust sitthvað að segja.
Næst mest áhrif til hækkunar hefur liðurinn húsgögn og heimilisbúnaður sem hækkar um 2,3% (áhrif 0,12%) í mánuðinum en þar hefur 4,6% hækkun á raftækjum mest. Litlar breytingar eru á öðrum liðum í mánuðinum.

Tengdar fréttir

  • Vel heppnað þing ASÍ-UNG

    ASÍ-UNG hélt sitt 11. þing föstudaginn 17. október og var…

    Ritstjórn

    20. okt 2025

  • Skýrsla forseta ASÍ 2025 komin út

    Skýrsla forseta fyrir árið 2025 er að venju efnismikil og…

    Arnaldur Grétarsson

    17. okt 2025

  • ASÍ gagnrýnir niðurskurð og óttast aukna verðbólgu

    Alþýðusamband Íslands gerir athugasemdir við áform ríkisstjórnarinnar um niðurskurð eins…

    Ritstjórn

    17. okt 2025