Verðlag í Extra hækkar snarplega í júlí 

Höfundur

Benjamin Julian

Verðlag í Extra hækkaði í júlí um tæp 7%, sem er afar mikil hækkun á einum mánuði í einstakri verslun. Verslunin er hluti af samruna Samkaupa og rekstraraðila Prís, Heimkaupa og Extra. Samkaup reka Nettó, Iceland, Krambúðina og Kjörbúðina. Er þetta fyrsta stóra breytingin á umræddum verslunum sem verðlagseftirlitið hefur séð eftir að samruninn gekk í gegn. 

Vöruúrval Extra hefur einnig tekið stakkaskiptum. Helmingur vöruúrvalsins datt út milli mánaða og tæplega 400 vörur bættust við sem ekki höfðu verið í boði áður. Alls eru um 2.000 vörur í boði hjá Extra samkvæmt athugun verðlagseftirlitsins. Vörurnar sem bættust við eru að miklu leyti vörur sem finna mátti í verslunum Samkaupa. 

Nýjar vörur dýrari en þær sem fyrir voru 

Nýju vörurnar eru að meðaltali dýrari en þær sem fyrir voru.  Þegar vörur eru skoðaðar sem voru í Extra fyrir, þá voru þær til dæmis að meðaltali 29% dýrari en í Bónus. Þegar aðeins þær vörur eru skoðaðar sem bættust við í júlí, þá voru þær að meðaltali 44% dýrari en í Bónus. Bilið var minna í öðrum verslunum, en alltaf í þessa sömu átt, með einni undantekningu. 

 

Af þeim vörum sem fengust í Extra fyrir samruna hækka sumar verulega. Hamborgarar með brauði frá Norðlenska, Emmess trúðaís, Nesbú hamingjuegg, Kjötels pizzuskinka og Lorenz Nicnacs snakk hækkuðu í verði um meira en helming í Extra í júlí. Alls hækkaði verð á helmingi vara verslunarinnar. Einnig eru dæmi um verðlækkanir í versluninni en um fjórða hver vara lækkaði í verði, til dæmis lækkaði hálfs lítra BonAqua án bragðefna úr 249kr í 139kr, Myllu möffins úr 399kr í 259kr og danskt kartöflumjöl úr 499kr í 339kr. Hækkanirnar voru að meðaltali um 18% og lækkanirnar um 11%. Ítarlegri listi fylgir í lok fréttar. 

Verðlag í Extra færist nær Kjörbúðinni 

Í kjölfar framangreindra breytinga hefur verð Extra og Kjörbúðarinnar þjappast saman og úrvalið í þeim hefur orðið líkara. Helmingur vöruúrvals Extra er nú vörur sem finna má í Kjörbúðinni, en það hlutfall var undir 40% áður. Verðbilið milli verslananna, sem hefur sveiflast mikið síðustu misseri, er nú 0,0%. 

Mestu hækkanir og lækkanir milli júní og júlí 

 

Tengdar fréttir

  • Ný grein í Vísbendingu: Kílómetragjald og samkeppni á eldsneytismarkaði. 

    Á dögunum birtist grein í Vísbendingu - vikuriti um viðskipti,…

    Ritstjórn

    15. sep 2025

  • Verðbólgan hjaðnar

    Vísitala neysluverðs mælist 0,15% lægri nú í ágúst en mánuðinn…

    Ritstjórn

    28. ágú 2025

  • Prís ódýrasta verslunin ári eftir opnun

    Ár er liðið frá því Prís opnaði þann 17. ágúst…

    Ritstjórn

    21. ágú 2025