Verkalýðsskólinn er þriggja daga námskeið sem haldið verður á Bifröst dagana 20.-22. maí 2022. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á framsögn og örugga tjáningu, sögu verkalýðshreyfingarinnar, réttindi og skyldur á vinnumarkaði, kjarasamninga, fundarstjórn og samningatækni.
Námskeiðið er skipulagt í samstarfi við Hákólann á Bifröst og er opið öllum. Það er sniðið sérstaklega að þeim sem eru áhugasamir um kjarabaráttu og störf verkalýðsfélaga, til dæmis trúnaðarmönnum og þeim sem koma að kjaraviðræðum.
Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna á viðburðasíðu ASÍ,
eða á síðu Háskólans á Bifröst.