Verkalýðsskólinn – samstarfsverkefni ASÍ og Háskólans á Bifröst

Höfundur

Ritstjórn

Verkalýðsskólinn, sem nú er haldinn í annað sinn, er þriggja daga námskeið sem haldið verður á Bifröst dagana 11.-13. maí 2023.

Á námskeiðinu verður lögð áhersla á framsögn og örugga tjáningu, sögu verkalýðshreyfingarinnar, réttindi og skyldur á vinnumarkaði, kjarasamninga, fundarstjórn og samningatækni.

Verkalýðsskólinn er opinn öllum en sérstaklega sniðinn að þeim sem hafa áhuga á kjarabaráttu og störfum verkalýðsfélaga, s.s. trúnaðarmönnum, starfsfólki stéttarfélaga og þeim sem koma að kjaraviðræðum.

Námskeiðið hlaut mikið lof þátttakenda á síðasta ári og hvetjum við alla áhugasama til skrá sig. Jafnframt hvetjum við þátttakendur til að kanna rétt sinn á styrk úr sínum fræðslusjóði vegna námskeiðsgjalda. 

Námskeiðið er samstarfsverkefni Háskólans á Bifröst og Alþýðusambands Íslands. Allar nánari upplýsingar og skráning eru hér á vef Bifrastar. 

Tengdar fréttir

  • Eftirlitsfulltrúar í námsferð til Helsinki

    Starfsdagar eftirlitsfulltrúa Alþýðusambands Íslands og stéttarfélaganna fóru fram í Helsinki…

    Kristjana Fenger

    7. nóv 2025

  • Vel heppnað þing ASÍ-UNG

    ASÍ-UNG hélt sitt 11. þing föstudaginn 17. október og var…

    Ritstjórn

    20. okt 2025

  • Skýrsla forseta ASÍ 2025 komin út

    Skýrsla forseta fyrir árið 2025 er að venju efnismikil og…

    Arnaldur Grétarsson

    17. okt 2025