Vinnan 2022 komin út

Höfundur

Ritstjórn

Vinnan er tímarit Alþýðusambands Íslands sem hefur komið út frá árinu 1943.

Í ár er ritið sérstaklega tileinkað húsnæðismálum út frá sjónarhóli verkafólks. Sá málaflokkur hefur verið vanræktur um árabil og nauðsynlegt að nálgast húsnæði á félagslegum forsendum.

Grunnurinn að heilbrigðu samfélagi er öruggt húsnæði fyrir alla. Heimili er lífsnauðsynlegt skjól og griðastaður þar sem við tökumst á við innri og ytri tilveru okkar; staðurinn sem nærir getu okkar til samfélagslegs þroska og þreks. Ef við missum heimili okkar og skjól dvínar traust til samfélagsins sem við kusum til þess að gæta að grunnþörfum okkar og þeim griðarstað sem þarf til þess að dafna og þroskast í samfélagi fólks.

Í Vinnunni í ár eru ásamt öðru efni fimm viðtöl við ólíkt fólk á húsnæðismarkaðnum. Þar reynum við að skilja og greina hið einkanlega en jafnframt samfélagslega sem heimilisöryggi gefur af sér – en jafnframt búsetuóöryggi tekur frá okkur. Úlfur var átta ára þegar foreldrar hans misstu heimili sitt í hruninu. Aija synti marvaða í tólf ár á vægðarlausum leigumarkaði, upp á aðra komin um heimili og fékk loksins eigið leiguhúsnæði í janúar 2022 hjá Bjargi. Einstæðar mæður keyptu í Verkó á Siglufirði og kærustupar á launum verkafólks keypti saman raðhús á sínum tíma áður en byggingarsjóður verkafólks var lagður niður. Parið Árni og Ingvar eru á flótta en stríð og fordómar fengu þá til að yfirgefa Úkraínu og Rússland. Hvunndagshetjur okkar eiga sér sameiginlegan draum um skjól og öruggt húsnæði í heilbrigðu samfélagi.

Tengdar fréttir

  • Eftirlitsfulltrúar í námsferð til Helsinki

    Starfsdagar eftirlitsfulltrúa Alþýðusambands Íslands og stéttarfélaganna fóru fram í Helsinki…

    Kristjana Fenger

    7. nóv 2025

  • Vel heppnað þing ASÍ-UNG

    ASÍ-UNG hélt sitt 11. þing föstudaginn 17. október og var…

    Ritstjórn

    20. okt 2025

  • Skýrsla forseta ASÍ 2025 komin út

    Skýrsla forseta fyrir árið 2025 er að venju efnismikil og…

    Ritstjórn

    17. okt 2025