Vinnuhraði í ræstingu ekki í samræmi við markmið vinnuverndarlaganna

Höfundur

Ritstjórn

Í kjarasamningum SA og SGS sem gilda frá 1. apríl 2019 var samþykkt sérstök bókun um afköst í tímamældri ákvæðisvinnu og það yrði skipaður sérstakur starfshópur til að skoða afköstin. Í bókuninni var gert ráð fyrir að Ríkissáttasemjari boðaði til fyrsta fundar og verkstýrði viðræðum og átti þessari vinnu að vera lokið í maí 2020.

Þrátt fyrir marga fundi hefur lítið þokast í þessum málum. SGS sendi bréf til Vinnueftirlitsins þar sem óskað var eftir áliti þess á því hvort ákvæði um vinnuhraða standist áhættumat og lög um vinnuvernd.

Í svari Vinnueftirlitsins kemur eftirfarandi fram með skýrum hætti;
„Að teknu tilliti til þess sem áður hefur komið fram þá telur Vinnueftirlitið að mælikvarði um mismunandi vinnuhraða sem fram kemur í fylgiskjali I við bókun við kjarasamning Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins frá 1. apríl 2019, sé ekki í samræmi við markmið vinnuverndarlaganna og góða vinnuvernd. Mælt er með því að þegar mat er lagt á álag starfsfólks í vinnu verði verkefni og vinnuaðstæður starfsfólks tekið til sérstakar skoðunar.“

Ljóst er að í komandi kjarasamningum mun þetta álit Vinnueftirlitsins skipta miklu máli í viðræðum um kaup og kjör starfsfólks í ræstingum.

Lesa má Erindi Starfsgreinasambandsins til Vinnueftirlitsins hér.

Lesa má svar Vinnueftirlitsins til SGS hér.

Tengdar fréttir

  • Gallað frumvarp um breytt raforkulög  

    Frumvarp til laga um um breytingar á raforkulögum og lögum…

    Ritstjórn

    5. mar 2025

  • NÁMSKEIÐIÐ UNGIR LEIÐTOGAR HALDIÐ Í ÞRIÐJA SINN

    Ungir leiðtogar er námskeið ætlað ungu fólki innan verkalýðshreyfingarinnar. Áhersla…

    Ritstjórn

    20. jan 2025

    Ungir leiðtogar
  • Kvennaráðstefna ASÍ 2024 

    Ryðjum hindrunum úr vegi – kvenfrelsi og stéttabarátta. Kvennaráðstefna ASÍ…

    Ritstjórn

    14. nóv 2024