Search
Close this search box.
Search
Close this search box.

VR og Samtök Atvinnulífsins undirrita kjarasamninga

Samninganefnd VR undirritaði kjarasamninga við Samtök Atvinnulífsins í húsakynnum Ríkissáttasemjara, laust upp úr miðnætti í nótt. Samningurinn er í öllum aðalatriðum sambærilegur við þá samninga sem önnur félög innan ASÍ hafa undirritað í yfirstandandi samningalotu. Þannig hafa öll stærri félög og landssambönd innan Alþýðusambandsins gengið frá samningum sem koma til með að gilda næstu 4 árin.

Samningurinn kveður á um 3,25% afturvirka launahækkun frá 1. febrúar síðastliðnum. Lágmarkshækkun launa er 23.750 krónur. Næstu þrjú ár verður árleg hækkun launa 3,5%. Samið var um aukin réttindi vegna orlofs og sérstakan kafla um fjarvinnu er nú að finna í kjarasamningi.

Hvað varðar kjör félagsfólks VR í farþega- og hleðsluþjónustu Icelandair á Keflavíkurflugvelli náðist samkomulag um að unnið verði að breytingu á vaktafyrirkomulagi í samstarfi við ríkissáttasemjara og á þeirri vinnu að vera lokið fyrir 20. desember. Þá var samið um hærri biðgreiðslur fyrir þau sem ekki eru með samfelldan vinnutíma.

Eins og komið hefur fram gilda samningarnir til næstu 4 ára að uppfylltum innbyggðum forsendum. Með samningunum er reynt að stuðla að minnkun verðbólgu og lækkun vaxta og þannig að auknum stöðugleika og fyrirsjáanleika í íslensku atvinnulífi.

Author

Tengdar fréttir