Yfirlýsing ASÍ – Aðgerðir stjórnvalda skortir félagslegar áherslur

Höfundur

Ritstjórn

Ríkisstjórnin kynnti viðbrögð sín við afleiðingum COVID 19 faraldursins á fyrirtæki og fjármálakerfi  á fréttamannafundi í morgun en lét við það tilefni hjá líða að minnast á þær alvarlegu afleiðingar sem staðan hefur á atvinnu og afkomuöryggi þúsunda launafólks. Í þeim aðgerðum sem kynntar voru undir yfirskriftinni – Lífæðin varin – er ekki að finna stafkrók um viðbrögð til að mæta þeim stóra hópi fólks sem misst hefur atvinnuna á síðustu mánuðum og ástæða er til að óttast að fari stækkandi á næstunni. Engar aðgerðir voru kynntar til að efla hin félagslegu stuðningskerfi og treysta öryggi launafólks t.d. með myndalegri innspýtingu til Vinnumálastofnunar til að efla þjónustu og úrræði til stuðnings atvinnuleitendum.

Þessi viðbrögð sýna okkur fram á mikilvægi þess að samráð sé haft við fulltrúa launafólks til að tryggja jafnvægi hinna efnahagslegu- og félagslegu vídda. ASÍ krefst þess að raddir vinnandi fólks og almennings séu ávallt við borðið þegar teknar eru afdrifaríkar ákvarðanir sem varða okkur öll og treystir á að stjórnvöld byggi frekari aðgerðir á slíku samtali.

Tengdar fréttir

  • Vel heppnað þing ASÍ-UNG

    ASÍ-UNG hélt sitt 11. þing föstudaginn 17. október og var…

    Ritstjórn

    20. okt 2025

  • Skýrsla forseta ASÍ 2025 komin út

    Skýrsla forseta fyrir árið 2025 er að venju efnismikil og…

    Arnaldur Grétarsson

    17. okt 2025

  • ASÍ gagnrýnir niðurskurð og óttast aukna verðbólgu

    Alþýðusamband Íslands gerir athugasemdir við áform ríkisstjórnarinnar um niðurskurð eins…

    Ritstjórn

    17. okt 2025