Yfirlýsing ASÍ vegna ummæla Quang Le í viðtali á mbl.is

Höfundur

Ritstjórn

Á fréttavefnum mbl.is eru í dag, 18. september 2024, birt miður vönduð og ósönn ummæli kaupsýslumannsins Quang Le um starfshætti Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og vinnustaðaeftirlitsfulltrúa. Einnig er vegið að einstökum starfsmönnum með rógburði. 

Ummæli þessi eru að öllu leyti tilhæfulaus og  ósönn.  

ASÍ ber fullt traust til vinnustaðaeftirlitsfulltrúa sinna og er stolt af þeim árangri sem náðst hefur undanfarin misseri í baráttunni gegn mansali og misneytingu á íslenskum vinnumarkaði.

Handtaka Quang Le og aðgerðir gegn honum og öðrum sem tengjast málinu eru á ábyrgð lögreglu og í þar til gerðum farvegi. 

Finnbjörn A. Hermannsson 

forseti ASÍ

Halldór Oddsson 

sviðsstjóri lögfræði- og vinnumarkaðssviðs ASÍ

Tengdar fréttir

  • Nýtt vottunarkerfi fyrir vinnustaði: „Í góðu lagi“

    Fimmtudaginn 26. júni undirrituðu Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn…

    Ritstjórn

    27. jún 2025

  • Vorskýrsla Kjaratölfræðinefndar kynnt

    Kjaratölfræðinefnd (KTN) hefur gefið út vorskýrslu sína fyrir árið 2025,…

    Ritstjórn

    13. jún 2025

  • Góð störf eru lykillinn að réttlátara samfélagi

    Ný skýrsla frá European Trade Union Institute (ETUI) sýnir að…

    Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir

    6. jún 2025