Yfirlýsing frá ASÍ vegna samanburðar á launakjörum hjá Play og Icelandair

Höfundur

Ritstjórn

Vegna fullyrðinga Play um launakjör starfsfólks samkvæmt samningi við ÍFF birtum við hér samanburð á launakjörum flugfreyja og -þjóna hjá Icelandair annars vegar og Play hins vegar. Tekið er dæmi af nýliða hjá hvoru flugfélagi fyrir sig og fyrstu freyju eftir 5 ára starsfaldur. Miðað er við 85 flugtíma.

Þetta eru einungis launatölurnar en til viðbótar má hvergi finna í samningi Play ákvæði um framlög til starfsendurhæfingar, í orlofssjóð, starfsmenntasjóð eða sjúkrasjóð, sem eru lykilþættir í kjörum launafólks. Lífeyrisgreiðslur virðist einungis eiga að greiða af grunnlaunum og einungis eru tryggðar greiðslur uppá 12% af grunnlaunum í lífeyrissjóð sem er afturför frá almennum kjarasamningum. Þá gera samningarnir ekki ráð fyrir réttindum til fjarvista vegna veikinda barna. Ekki er kveðið á um sérstakar greiðslur fyrir varavaktir eða námskeiðssetu. Að auki eru greiddir dagpeningar lægri hjá Play en Icelandair en þeir teljast ekki til heildarlauna og eiga að mæta útlögðum kostnaði.

Félagið ÍFF ber öll merki þess að vera svokallað „gult stéttarfélag“. Slík félög standa alla jafna utan heildarsamtaka launafólks og ganga jafnvel erinda atvinnurekenda og gegn hagsmunum og lágmarskjörum launafólks. Óljóst er hvernig samningurinn er tilkominn, hver undirritar og hvernig hann var samþykktur. Forsvarsmenn Play virðast svo telja það sitt hlutverk að ákveða í hvaða stéttarfélagi starfsfólk þeirra er en það brýtur í bága við lög. Stofnun „gulra félaga“ hefur víða um heim reynst liður í að brjóta skipulagða verkalýðshreyfingu á bak aftur. Heildarsamtök launafólks munu ekki sitja þegjandi hjá þegar slík aðför er gerð að réttindum almennings á Íslandi. Play ætti að sjá sóma sinn í að „drífa sig út“ og gera raunverulegan kjarasamning við stéttarfélag launafólks.

Tengdar fréttir

  • NÁMSKEIÐIÐ UNGIR LEIÐTOGAR HALDIÐ Í ÞRIÐJA SINN

    Ungir leiðtogar er námskeið ætlað ungu fólki innan verkalýðshreyfingarinnar. Áhersla…

    Ritstjórn

    20. jan 2025

    Ungir leiðtogar
  • Kvennaráðstefna ASÍ 2024 

    Ryðjum hindrunum úr vegi – kvenfrelsi og stéttabarátta. Kvennaráðstefna ASÍ…

    Ritstjórn

    14. nóv 2024

  • Ekki er allt gull sem glóir

    Göran Dahlgren og Lisa Pelling skrifa: Það var okkur ánægja…

    Ritstjórn

    14. okt 2024