Yfirlýsing Evrópusambands verkalýðsfélaga í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi um útrýmingu ofbeldis gegn konum
Ofbeldi gegn konum þarf að taka enda. Stéttarfélög um alla Evrópu styðja ákall um að Evrópusambandið geri allt í þess valdi til að stemma stigu við ofbeldi gegn konum.
Ofbeldi gegn konum á sér ekki eingöngu stað í nánum samböndum. Líkamlegt og andlegt ofbeldi gegn konum á sér líka stað á vinnustöðum, óháð starfsstétt eða menntun. Sum störf eru sérlega viðkvæm, til dæmis hjúkrun og önnur umönnun, kennsla, verslunarstörf og veitingastörf svo eitthvað sé nefnt. En áhættan er raunveruleg fyrir alla:
– 63% kvenkyns starfsmanna í flutningum í Evrópu hafa upplifað minnst eitt nýlegt ofbeldisatvik.
– Fjórði hver kvenkyns starfsmaður í Hollandi hefur upplifað ofbeldi af hálfu skjólstæðinga, viðskiptavina, nema eða farþega.
– Helmingur heilbrigðisstarfsfólks í Búlgaríu hefur upplifað ofbeldi í starfi.
Stéttarfélög og atvinnurekendur gegna mikilvægu hlutverki í að hindra ofbeldi gegn konum í starfi, með að setja fram viðbragðsáætlanir til að tilkynna og skrá ofbeldi og kynferðislegri áreitni í starfi, að styðja þolendur og fást við gerendur. Ofbeldi og kynferðisleg áreitni fá í auknum mæli meira vægi kjarasamningum um alla Evrópu – ETUC hefur safnað gögnum um 80 slíka samninga.
Við styðjum kröfuna og markvissar tillögur sem miða að því að stoppa ofbeldi og kynferðislega áreitni gegn konum. Við styðjum Evrópusambandið í að kalla eftir:
• Innleiðingu ESB á Istanbúl-sáttmálanum um afnám ofbeldis gegn konum.
• Efldum stuðningi, vernd og réttindum fyrir fórnarlömb ofbeldis gegn konum ef að sáttmálinn kemst ekki gegnum Leiðtogaráðið.
• Að ofbeldi gegn konum verði bætt á lista yfir glæpi í skilgreiningu ESB (styðja fyrirbyggjandi aðgerðir, varnir og úrbætur, þar á meðal handtökuskipanir sem ná yfir landamæri þegar um ofbeldi gegn konum er að ræða).
Við skorum einnig á Evrópusambandið að taka markviss skerf í að hvetja til:
• Fullgildingar á Istanbúl-sáttmálanum af hálfu þeirra sex landa sambandsins sem ekki hafa enn gert það (Búlgaría, Tékkland, Ungverjaland, Lettland, Litháen, Slóvakía og Bretland);
• Fullgildingar af hálfu allra aðildarlanda ESB á samþykkt Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) númer 190 um aðgerðir gegn einelti og ofbeldi á vinnustöðum.
Innleiðing Istanbúl-sáttmálans af hálfu ESB og fullgilding ILO samþykktarinnar myndi styrkja vinnu stéttarfélaga, atvinnurekenda og annarra samtaka í baráttunni gegn ofbeldi og kynferðislegri áreitni gegn konum bæði í nánum samböndum og á vinnumarkaði. Það myndi einnig styrkja innleiðingu á rammasamkomulagi aðila vinnumarkaðarins í Evrópu um áreitni og ofbeldi á vinnustöðum.
Þess vegna leggjum við til að ESB styðji verkafólk og stéttarfélög þeirra á alþjóðlegum degi gegn kynbundnu ofbeldi þann 25. nóvember, svo ná megi okkar sameiginlega markmiði að stoppa ofbeldi og kynferðislegri áreitni gegn konum í vinnu, á heimilinu og alls staðar þar sem það á sér stað í löndum ESB.
Evrópusamband verkalýðsfélaga (ETUC)
Evrópusamband verkalýðsfélaga (ETUC)