Aðgerðir ríkisstjórnar í tengslum við kjarasamninga kynntar

Höfundur

Ritstjórn

Ríkisstjórn Íslands og samband íslenskra sveitarfélaga kynntu aðgerðir hins opinbera í tengslum við nýundirritaða kjarasamninga á almennum markaði. Aðgerðirnar voru kynntar á opnum fundi í Safnahúsinu við Hverfisgötu kl. 18 í kvöld. Um er að ræða fjölbreyttar aðgerðir sem lúta að auknum stuðningi við ýmsa hópa. Miðað verður að því að hækka barnabætur og koma þannig til móts við barnafjölskyldur. Gjaldskrárhækknunum verður stillt í hóf og aukinn stuðningur er boðaður í tengslum við húsnæðismál, bæði í formi vaxtastuðnings og hækkaðra húsnæðisbóta.

„Ég tel að þessar aðgerðir séu mikilvægt innlegg stjórnvalda, bæði í þágu stöðugleika, en líka í þágu jöfnuðar. Fljótt á litið virðist hér vera um að ræða aðgerðir sem gagnast stórum hópum fólks, og sérstaklega barnafólki á öllu landinu. Hér er komið til móts við margar þær tillögur sem ASÍ hefur talað fyrir,“ segir Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ um aðgerðirnar.

Tengdar fréttir

  • Útgáfufundur Kjaratölfræðinefndar 27. nóv

    Nýjasta skýrsla Kjaratölfræðinefndar verður kynnt í húsakynnum ríkissáttasemjara fimmtudaginn 27. nóvember…

    Ritstjórn

    27. nóv 2025

  • Eftirlitsfulltrúar í námsferð til Helsinki

    Starfsdagar eftirlitsfulltrúa Alþýðusambands Íslands og stéttarfélaganna fóru fram í Helsinki…

    Kristjana Fenger

    7. nóv 2025

  • Vel heppnað þing ASÍ-UNG

    ASÍ-UNG hélt sitt 11. þing föstudaginn 17. október og var…

    Ritstjórn

    20. okt 2025