Afmælisþing ETUC í Berlín

Höfundur

Ritstjórn

Fimmtánda þing Sambands evrópskra verkalýðsfélaga (ETUC) hefst í Berlín þriðjudaginn 23. maí. Á þinginu sem stendur í fjóra daga verða kröfur og forgangsatriði í kjara- og réttindabaráttu launafólks ræddar í þaula. 

Um 600 fulltrúar 93 verkalýðsfélaga frá 41 Evrópulandi taka þátt í fundinum auk fulltrúa frá 10 evrópskum samtökum. Á meðal gesta verða þau Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.  

Á þinginu fara fram umræður um endurnýjun verkalýðshreyfingarinnar, framtíð vinnunnar, nýtt hnattrænt efnahagskerfi, framtíð Evrópu og styrkingu ETUC. Þá verður ný forysta ETUC kjörin á þinginu og gerðar verða breytingar á lögum þess. Gert er ráð fyrir að samþykkt verði sérstök stefnuyfirlýsing sem kennd verður við Berlín og aðgerðaáætlun til 2027 verður einnig borin upp.  

Á þinginu verður 50 ára afmæli ETUC haldið hátíðlegt.  

Þrír fulltrúar Alþýðusambands Íslands sitja þingið; þau Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, 2. varaforseti, Kristján Þórður Snæbjarnarson, 3. varaforseti, og Halldór Oddsson sviðsstjóri. 

Streymi frá þinginu hefst þriðjudaginn 23. maí og er slóðin eftirfarandi: ETUC 15th Congress #ETUC50 | ETUC 

 

Tengdar fréttir

  • Skýrsla forseta ASÍ 2025 komin út

    Skýrsla forseta fyrir árið 2025 er að venju efnismikil og…

    Arnaldur Grétarsson

    17. okt 2025

  • ASÍ gagnrýnir niðurskurð og óttast aukna verðbólgu

    Alþýðusamband Íslands gerir athugasemdir við áform ríkisstjórnarinnar um niðurskurð eins…

    Ritstjórn

    17. okt 2025

  • Ný rannsókn sýnir mikla óánægju meðal foreldra með svokallað Kópavogsmódel

    Varða – rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins kynnti í dag niðurstöður nýrrar viðtalsrannsóknar…

    Ritstjórn

    2. okt 2025