Húsnæðiskreppa vegna ábyrgðarflótta stjórnmálamanna

Höfundur

Ritstjórn

Stjórnvöld bera ábyrgð á því ófremdarástandi sem nú ríkir í húsnæðismálum sem fyrst og fremst má rekja til skorts á heildarsýn í málaflokknum og ábyrgðarflótta ríkis og veitarfélaga.

Þetta er á meðal þess sem fram kemur í  umsögn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) um frumvarp til til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna tímabundinna undanþágna frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi.

Uppgjöf staðfest

Í umsögninni segir að með frumvarpi þessu hafi orðið þau kaflaskil í íslenskri húsnæðissögu að stjórnvöld hafi játað sig sigruð þegar kemur að því grundvallarhlutverki að tryggja viðkvæmustu samfélagshópum aðgang að tilhlýðilegu húsnæði og þurfa því nú að veita undanþágur frá þeim lágmarkskröfum sem um húsnæði hafi verið settar.

Íslenskur leigumarkaður sé óskipulagður, hlutfall óhagnaðardrifins húsnæðis lítið, leigjendur njóti takmarkaðrar verndar og hafi veika samningstöðu. Í yfirlýsingu stjórnvalda til stuðnings kjarasamningum 2019 voru boðaðar umbótaaðgerðir á leigumarkaði sem ekki hafi  verið fylgt eftir.

Félags- og húsnæðismálaráðherra beri ekki aðeins skylda til að veita málaflokknum forystu og finna lausnir heldur einnig að veita nauðsynlegum fjármunum til málaflokksins. Til þess séu stjórnmálamenn kosnir.

Umsögnina í heild má nálgast hér.

Tengdar fréttir

  • Skýrsla forseta ASÍ 2025 komin út

    Skýrsla forseta fyrir árið 2025 er að venju efnismikil og…

    Arnaldur Grétarsson

    17. okt 2025

  • ASÍ gagnrýnir niðurskurð og óttast aukna verðbólgu

    Alþýðusamband Íslands gerir athugasemdir við áform ríkisstjórnarinnar um niðurskurð eins…

    Ritstjórn

    17. okt 2025

  • Ný rannsókn sýnir mikla óánægju meðal foreldra með svokallað Kópavogsmódel

    Varða – rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins kynnti í dag niðurstöður nýrrar viðtalsrannsóknar…

    Ritstjórn

    2. okt 2025