Ársskýrsla Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins 2021 er komin út

Höfundur

Ritstjórn

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hefur gefið út ársskýrslu fyrir árið 2021. Þar er farið yfir árangurinn af starfinu yfir árið, helstu verkefni og samstarf.

Alls fóru 580 einstaklingar í gegnum mat á raunfærni á vegum framhaldsfræðslunnar á árinu og 2.391 einstaklingar luku námi í námsleiðum Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Auk þess fóru fram 8.600 ráðgjafarviðtöl um nám og störf.

Í ár kemur skýrslan eingöngu út rafrænt, en hana má nálgast á heimasíðu Fræðslumiðstöðvarinnar.

Ársskýrsla Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins 2021

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) er í eigu ASÍ, SA, BSRB, Sambands íslenskra sveitarfélaga og fjármálaráðuneytisins og er samstarfsvettvangur og verkfærasmiðja eigenda í fullorðins- og starfsmenntun á íslenskum vinnumarkaði.

Tengdar fréttir

  • Skýrsla forseta ASÍ 2025 komin út

    Skýrsla forseta fyrir árið 2025 er að venju efnismikil og…

    Arnaldur Grétarsson

    17. okt 2025

  • ASÍ gagnrýnir niðurskurð og óttast aukna verðbólgu

    Alþýðusamband Íslands gerir athugasemdir við áform ríkisstjórnarinnar um niðurskurð eins…

    Ritstjórn

    17. okt 2025

  • Ný rannsókn sýnir mikla óánægju meðal foreldra með svokallað Kópavogsmódel

    Varða – rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins kynnti í dag niðurstöður nýrrar viðtalsrannsóknar…

    Ritstjórn

    2. okt 2025