Villandi umfjöllun um launaþróun

Höfundur

Ritstjórn

Í greinargerð með framlagðri tillögu til þingsályktunar um fjármálastefnu til ársins 2026 er að finna villandi staðhæfingar um launaþróun á Íslandi. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í umsögn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) um fjármálastefnuna og fjallað er um í nýjasta mánaðaryfirliti sviðs stefnumótunar og greininga.

Í greinargerðinni er staðhæft að hlutfall launa í verðmætasköpun hér á landi sé ekki í samræmi við þróun í samanburðarlöndum. Hagfræðingar ASÍ segja þetta rangt og sýna fram á að hlutur launa í verðmætasköpun sé sambærilegur við Danmörku og lægri en í Sviss og Þýskalandi.

Launahlutfall hér á landi hafi vissulega hækkað frá árinu 2009. Hins vegar þurfi að taka tilliti til þess að launahlutfallið lækkaði um 14 prósentustig frá 2007 til 2009 þegar íslenska fjármálakerfið hrundi til grunna.

Þá kemur fram í umfjöllun sviðs stefnumótunar og greininga að ólíkt því sem haldið er fram í greinargerð með tillögu til þingsályktunar um fjármálastefnu til ársins 2026 hafi laun hér á landi þróast í takt við framleiðnivöxt frá aldamótum.

Mánaðaryfirlit sviðs stefnumótunar og greininga má nálgast hér.

Tengdar fréttir

  • ASÍ styrkir Samhjálp um páska

    ASÍ styrkir Samhjálp um 400 þúsund krónur nú í aðdraganda…

    Arnaldur Grétarsson

    15. apr 2025

    Kaffistofa Samhjálpar og merki Samhjálpar
  • Opið fyrir umsóknir í Minningarsjóð Eðvarðs Sigurðssonar 2025

    Minningarsjóður Eðvarðs Sigurðssonar auglýsir eftir umsóknum. Sjóðurinn veitir styrki til…

    Arnaldur Grétarsson

    8. apr 2025

    Eðvarð Sigurðsson
  • Engar tryggingar í frumvarpi um verð á raforku til almennings

    Stjórnvöld taki ekki tillit til sérstöðu raforkumála á Íslandi Alþýðusamband…

    Ritstjórn

    26. mar 2025