ÍFF neitað um inngöngu í Norræna flutningamannasambandið

Höfundur

Ritstjórn

Íslenska flugmannafélaginu (ÍFF) hefur verið neitað um inngöngu í Norræna flutningamannasambandið (NTF) vegna augljósra galla á núverandi kjarasamningi félagsins við sína umbjóðendur. Er þar vísað í 8. gr. laga NTF um inngöngu í sambandið.

8. gr.
1. mgr.
Veita má samtökum í flutningastarfsemi á Norðurlöndum inngöngu í sambandið hafi þau skriflega lýst yfir því að þau muni fara að lögum sambandsins og formlegum samþykktum þess.
2. mgr.
Umsókn um inngöngu skal send sambandsskrifstofunni. Áður en umsókn er tekin fyrir í stjórninni skal leita umsagnar hjá öllum aðildarsamtökum sambandsins í viðkomandi landi. Ef ágreiningur er meðal viðkomandi samtaka um umsóknina skal stjórnin fara eftir áliti sem meirihluti samtakanna er sammála um.
3. mgr.
Ef stjórnin hefur hafnað umsókn stéttarsamtaka um inngöngu í sambandið hafa viðkomandi samtök rétt til að skjóta umsókn sinni til úrskurðar á næsta sambandsþingi.
4. mgr.
Réttindi sem tengjast aðild að sambandinu eru ekki afturvirk.

Íslensku stéttarfélögin sem eiga aðild að Norræna flutningasambandinu (Flugfreyjufélag Íslands, Félag Íslenskra atvinnuflugmanna, Flugvirkjafélag Íslands) lögðust gegn því að aðild (ÍFF) að sambandinu yrði endurnýjuð þar sem ÍFF gerði kjarasamning án aðkomu þeirra sem samningnum var ætlað að taka til, þ.e. flugfreyja og flugþjóna.

Íslenska flugmannafélagið (ÍFF) átti aðild að Norræna flutningasambandinu á árunum 2017-2019 en eftir gjaldþrot WOW-air í mars 2019 var aðildin dregin til baka. ÍFF sótti um endurnýjaða aðild í sumar en var hafnað með áðurnefndum rökum. NTF hvetur ÍFF til að gera bragarbót á núgildandi kjarasamningi við flugliða hjá Play hið fyrsta.

Tengdar fréttir

  • Vel heppnað þing ASÍ-UNG

    ASÍ-UNG hélt sitt 11. þing föstudaginn 17. október og var…

    Ritstjórn

    20. okt 2025

  • Skýrsla forseta ASÍ 2025 komin út

    Skýrsla forseta fyrir árið 2025 er að venju efnismikil og…

    Arnaldur Grétarsson

    17. okt 2025

  • ASÍ gagnrýnir niðurskurð og óttast aukna verðbólgu

    Alþýðusamband Íslands gerir athugasemdir við áform ríkisstjórnarinnar um niðurskurð eins…

    Ritstjórn

    17. okt 2025