Stéttarfélögin gera langan kjarasamning við ÍSAL

Höfundur

Ritstjórn

Þriðjudaginn 22. júní var undirritaður nýr kjarasamningur milli stéttarfélaga sem eiga aðkomu að kjarasamningi við ÍSAL í Straumsvík en fyrri samningur rann út þann 1. júní síðastliðinn.

Kjarasamningurinn verður kynntur félagsmönnum hjá ISAL síðar í vikunni. Hann gildir frá 1. júní 2021 til loka árs 2026 og því langur samningstími eftir að gerðir voru tveir stuttir samningar á síðasta ári og því kærkomið fyrir starfsfólk að fá meiri fyrirsjáanleika hvað launakjör varðar en ekki síður fyrir ISAL að hafa stöðugra rekstrarumhverfi.

Starfsfólk ISAL mun greiða atkvæði um kjarasamninginn á næstu dögum.

Tengdar fréttir

  • Aðgerðir tengdar kjarasamningum taka gildi

    Við gerð kjarasamninga gerði verkalýðshreyfingin kröfur á stjórnvöld um aðgerðir…

    Ritstjórn

    5. jún 2024

  • Mikill stuðningur við kjarasamning SGS og SA

    Kjarasamningur Starfsgreinasambands Íslands (SGS) og Samtaka atvinnulífsins (SA) hefur verið…

    Ritstjórn

    19. des 2022

  • Vörukarfa ASÍ hækkaði í 6 af 8 verslunum á 6

    Á 6 mánaða tímabili, frá lokum mars 2021 fram í…

    Ritstjórn

    15. okt 2021