Atvinnuleysistryggingar og afkomuöryggi til umræðu á fundi þjóðhagsráðs

Höfundur

Ritstjórn

Þjóðhagsráð kom saman til fundar í morgun en í ráðinu eiga sæti fulltrúar stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins. Á fundinum var rætt um fjármálastefnu hins opinbera og þær breytingar sem lagðar hafa verið til á henni í ljósi Covid-19. Jafnframt var fjallað um stöðu efnahagsmála, vinnumarkaðsaðgerðir og kjarasamninga.

Drífa Snædal, forseti ASÍ, áréttaði á fundinum að launafólk hefði tekið harðasta skellinn í yfirstandandi efnahagslægð en að áhrifin væru afar mismunandi eftir atvinnugreinum og landshlutum. Forgangsmál væri að tryggja afkomu fólks og koma í veg fyrir fjárhagsvanda heimilanna til frambúðar. Því valdi vonbrigðum að forsvarsmenn atvinnurekenda hafi breytt um afstöðu frá síðustu kreppu þegar samstaða náðist um að efla atvinnuleysistryggingar, en sem kunnugt er hefur SA skorið upp herör gegn atvinnuleitendum.

Á fundi Þjóðhagsráðs lagði Drífa einnig áherslu á virkar vinnumarkaðsaðgerðir og að gera heldur meira en minna til að koma í veg fyrir að kreppan verði dýpri og skaðlegri en hún þarf að vera. Þá áréttaði hún að stjórnvöld þurfi að leita í smiðju samtaka launafólks.

Aðgerðir beri þess merki að öðru fremur sé hlustað eftir viðhorfum atvinnurekenda. Í því sambandi vísaði Drífa til nýs starfshóps fjármálaráðherra um efnahagsleg áhrif sóttvarna en hópurinn er eingöngu skipaður fulltrúum stjórnvalda og atvinnurekenda. Drífa minnti einnig á mikilvægi þess að skapa störf sem henta bæði konum og körlum og líta til svæðisbundinna erfiðleika.

Næsti fundur þjóðhagsráðs er áætlaður í byrjun október.

Tengdar fréttir

  • Ný rannsókn sýnir mikla óánægju meðal foreldra með svokallað Kópavogsmódel

    Varða – rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins kynnti í dag niðurstöður nýrrar viðtalsrannsóknar…

    Ritstjórn

    2. okt 2025

  • Samband íslenskra samvinnufélaga blæs til málþings

    Þann 3. september næstkomandi kl. 16 verður málþing í Kaldalóni…

    Ritstjórn

    2. sep 2025

  • Alþýðusamband Íslands og Lúðrasveit verkalýðsins hafa endurnýjað samstarf sitt

    Samstarf þessara tveggja aðila á sér djúpar rætur í íslenskri…

    Ritstjórn

    3. jún 2025