Ályktun stjórnar ASÍ-UNG um launaþjófnað

Höfundur

Ritstjórn

28. ágúst 2020

Í skýrslu ASÍ, Íslenskur vinnumarkaður, þar sem fjallað er um erlent launafólk og brotastarfsemi á vinnumarkaði kemur fram að oftast sé brotið á erlendu og ungu launafólki. Á síðasta ári voru gerðar launakröfur upp á rúmlega 60.000.000 kr. fyrir fólk á aldrinum 16–25 ára og það eru eingöngu þau mál sem komu inn á borð stéttarfélaganna!

Hversu lengi ætlum við að láta launaþjófnað viðgangast í íslensku samfélagi?

Ásmundur Einar Daðason, Félags- og barnamálaráðherra og ríkisstjórn lofaði að taka á þessu þegar skrifað var undir Lífskjarasamningana í apríl 2019, en enn hefur ekkert verið gert.

ASÍ-UNG krefst þess að launaþjófnaður verði gerður refsiverður, einnig að staðið verði við þau loforð sem gefin voru út við gerð kjarasamninganna 2019.

Tengdar fréttir

  • Eftirlitsfulltrúar í námsferð til Helsinki

    Starfsdagar eftirlitsfulltrúa Alþýðusambands Íslands og stéttarfélaganna fóru fram í Helsinki…

    Kristjana Fenger

    7. nóv 2025

  • Vel heppnað þing ASÍ-UNG

    ASÍ-UNG hélt sitt 11. þing föstudaginn 17. október og var…

    Ritstjórn

    20. okt 2025

  • Skýrsla forseta ASÍ 2025 komin út

    Skýrsla forseta fyrir árið 2025 er að venju efnismikil og…

    Ritstjórn

    17. okt 2025