ASÍ styður baráttuna gegn spilakössum

Höfundur

Ritstjórn

Könnun um spilahegðun Íslendinga sem samtök áhugafólks um spilafíkn kynnti í dag staðfestir það sem lengi hefur verið rætt um, þ.e. að það er tiltölulega lítill hópur fólks sem stendur undir ótrúlegum fjárhæðum sem fara í spilakassana. Þeir eru í raun keyrðir áfram af þeim sem eiga við spilafíkn að stríða með öllum þeim vanda sem fylgir, félagslega og fjárhagslega. Það er því samfélagslega mikilvægt að taka á málinu og samkvæmt fyrrnefndri skoðanakönnun er þjóðin sammála því.

Spilafíkn er erfiður sjúkdómur sem kemur hart niður á lífsgæðum þeirra sem haldnir eru fíkninni og fjölskyldum þeirra. Alþýðusamband Íslands stendur með Samtökum áhugafólks um spilafíkn í baráttu þeirra gegn spilakössunum.

Tengdar fréttir

  • Ný rannsókn sýnir mikla óánægju meðal foreldra með svokallað Kópavogsmódel

    Varða – rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins kynnti í dag niðurstöður nýrrar viðtalsrannsóknar…

    Ritstjórn

    2. okt 2025

  • Samband íslenskra samvinnufélaga blæs til málþings

    Þann 3. september næstkomandi kl. 16 verður málþing í Kaldalóni…

    Ritstjórn

    2. sep 2025

  • Alþýðusamband Íslands og Lúðrasveit verkalýðsins hafa endurnýjað samstarf sitt

    Samstarf þessara tveggja aðila á sér djúpar rætur í íslenskri…

    Ritstjórn

    3. jún 2025