Fyrr í vikunni sendi Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, félagsmönnum Flugfreyjufélagsins beint og milliliðalaust bréf með samningstilboði sem samninganefnd Flugfreyjufélagsins hafði þegar hafnað. ASÍ gerir alvarlega athugasemd við þetta vinnulag í bréfi sem forseti ASÍ sendi framkvæmdastjóra SA á miðvikudagskvöld.
Í bréfi ASÍ segir að með þessu háttalagi geri forstjóri Icelandair sig sekan um að brjóta gegn ákvæðum laga um stéttarfélög og vinnudeilur. Alþýðusamband Íslands krefst þess að Samtök atvinnulífsins og Icelandair fari að reglum á vinnumarkaði og láti af þeim hroka og vanvirðingu sem felst í því að reyna að sniðganga hina félagslegu forystu sem félagar Flugfreyjufélags Íslands hafa valið sér.
Bréf forseta ASÍ til framkvæmdastjóra SA má lesa hér í heild sinni.