Opinn fundur um fjármögnun heilbrigðisþjónustunnar

Höfundur

Ritstjórn

ASÍ og BSRB boða til opins fundar um fjármögnun heilbrigðisþjónustunnar fimmtudaginn 13. febrúar á Hótel Natura. Fundurinn verður milli klukkan 8:30 og 10:00 en boðið verður upp á morgunkaffi og léttar veitinga frá klukkan 8:00.

Fyrirlesarar á fundinum verða Birgir Jakobsson aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, María Heimisdóttir forstjóri Sjúkratrygginga Íslands og Dr. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur. Einnig verða stutt innslög frá Páli Matthíassyni forstjóra Landsspítala og Bjarna Smára Jónassyni forstjóra Sjúkrahússins á Akureyri.

Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Fundinum verður streymt á vefsíðum ASÍ og BSRB fyrir þá sem ekki eiga heimangengt.

Tengdar fréttir

  • Ný rannsókn sýnir mikla óánægju meðal foreldra með svokallað Kópavogsmódel

    Varða – rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins kynnti í dag niðurstöður nýrrar viðtalsrannsóknar…

    Ritstjórn

    2. okt 2025

  • Samband íslenskra samvinnufélaga blæs til málþings

    Þann 3. september næstkomandi kl. 16 verður málþing í Kaldalóni…

    Ritstjórn

    2. sep 2025

  • Alþýðusamband Íslands og Lúðrasveit verkalýðsins hafa endurnýjað samstarf sitt

    Samstarf þessara tveggja aðila á sér djúpar rætur í íslenskri…

    Ritstjórn

    3. jún 2025