Search
Close this search box.
Search
Close this search box.

Aleksandra er nýr starfsmaður ASÍ

Aleksandra Leonardsdóttir hefur verið ráðin sem pólskumælandi sérfræðingur á skrifstofu ASÍ. Hún er með MSc gráðu í Umhverfisvernd frá John Paul II Háskóla í Lublin í Póllandi og með diploma í Evróprskri stjórnsýslufræði frá sama Háskóla.

Aleksandra er með umtalsverða reynslu af íslenskum vinnumarkaði. Hún starfaði síðast á velferðarsviði Reykjarvíkurborgar sem þjónustufulltrúi en hún hefur einnig unnið við túlkaþjónustu, í Álfhólsskóla og á Hagstofu Íslands.

Auk pólsku og íslensku talar Aleksandra ensku og rússnesku. Hún hefur búið á Íslandi síðan í maí 2008.

Author

Tengdar fréttir