Ályktun miðstjórnar ASÍ um framgöngu Bláfugls og SA

Höfundur

Ritstjórn

Alþýðusamband Íslands krefst þess að Bláfugl og Samtök atvinnulífsins standi við gildandi kjarasamninga og virði niðurstöðu Félagsdóms

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands telur að með framgöngu Bláfugls og Samtaka atvinnulífsins vegna ólögmætra uppsagna félagsmanna FÍA sé gerð alvarleg atlaga að grundvallarréttindum stéttarfélaga og þar með öllu launafólki á Íslandi. ASÍ lýsir yfir stuðningi við baráttu starfsfólks hjá Bláfugli og krefst þess að Bláfugl og Samtök atvinnulífsins standi við gildandi kjarasamning og niðurstöðu Félagsdóms en dómurinn hefur dæmt uppsagnir starfsfólks í kjaraviðræðum ólögmætar.

ASÍ áréttar enn og aftur sameiginlega yfirlýsingu (frá 17. september 2020) sem SA voru aðilar að, þar sem kemur fram að aðilar séu sammála um að fara eftir leikreglum og lögum sem gilda á íslenskum vinnumarkaði. Viðbrögð SA brjóta í bága við yfirlýsinguna.

Hlekkur á sameiginlega yfirlýsingu af vefsíðu ASÍ

Tengdar fréttir

  • Skýrsla forseta ASÍ 2025 komin út

    Skýrsla forseta fyrir árið 2025 er að venju efnismikil og…

    Arnaldur Grétarsson

    17. okt 2025

  • ASÍ gagnrýnir niðurskurð og óttast aukna verðbólgu

    Alþýðusamband Íslands gerir athugasemdir við áform ríkisstjórnarinnar um niðurskurð eins…

    Ritstjórn

    17. okt 2025

  • Ný rannsókn sýnir mikla óánægju meðal foreldra með svokallað Kópavogsmódel

    Varða – rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins kynnti í dag niðurstöður nýrrar viðtalsrannsóknar…

    Ritstjórn

    2. okt 2025