Ályktun miðstjórnar ASÍ um stefnuleysi stjórnvalda í málefnum innflytjenda

Höfundur

Ritstjórn


Miðstjórn Alþýðusambands Íslands samþykkti eftirfarandi ályktun á fundi sínum í dag, miðvikudaginn 3. desember 2025.

“Miðstjórn Alþýðusambands Íslands lýsir yfir alvarlegum áhyggjum af stefnuleysi stjórnvalda
í málefnum innflytjenda sem m.a. birtist í afleitri stöðu íslenskukennslu fyrir fullorðna
innflytjendur. Skortur á heildstæðri framtíðarsýn og viðeigandi fjármögnun hefur orðið til þess að stórum hópifólks, sem heldur uppi grunnstoðum íslensks samfélags, er enn ekki tryggð sjálfsögð réttindi og
þjónusta.

Innflytjendur eru nú um fjórðungur vinnumarkaðarins en stjórnvöld hafa áratugum saman
brugðist þeirri ábyrgð að tryggja þeim jöfn tækifæri, raunhæfan stuðning og aðgengi að
upplýsingum og viðeigandi þjónustu. Þrátt fyrir að heildarstefna í málefnum innflytjenda hafi
legið fyrir í september 2024 hefur ríkisstjórnin hvorki samþykkt né innleitt hana. Þetta er skýrt
merki um skort á pólitískri ábyrgð.

Sama ábyrgðarleysi birtist í stöðu íslenskukennslu fyrir fullorðna innflytjendur þar sem aðgengi
að námi er brotakennt og fjármagn ekki í samræmi við þörf. Vilji innflytjenda til þess að læra
íslensku og taka þátt í samfélaginu er ljós en án markvissra aðgerða og skýrrar umgjarðar er
ekki hægt að gera kröfu um bætta íslenskufærni þeirra. Tryggja þarf að aðgengi að
íslenskukennslu sé sjálfsagður réttur allra!

Þá hvetur miðstjórn ASÍ íslensk stjórnvöld til að vanda orðræðu um innflytjendur, ganga fram
af ábyrgð og gæta nákvæmni í opinberri umræðu um fólk sem býr og starfar hér á landi.
Innflytjendur eru óaðskiljanlegur hluti íslensks samfélags og mikilvægt er að framlag þeirra á
vinnumarkaði sem annars staðar sé metið að verðleikum. Löngu er tímabært að stjórnvöld sýni
ábyrgð og vinni af heilindum að samfélagi réttlætis og samstöðu en hverfi frá tilviljunum,
stefnuleysi og útilokun.”

Tengdar fréttir

  • Ályktun miðstjórnar ASÍ um vaxtaákvörðun Seðlabanka Íslands

    Miðstjórn Alþýðusambands Íslands telur þá ákvörðun peningastefnunefndar að lækka stýrivexti…

    Ritstjórn

    19. nóv 2025

  • Ályktun um efnahags- og kjaramál

    Formannafundur ASÍ 2025 gagnrýnir harðlega niðurskurðarstefnu og samráðsleysi stjórnvalda og…

    Ritstjórn

    22. okt 2025

  • Vel heppnað þing ASÍ-UNG

    ASÍ-UNG hélt sitt 11. þing föstudaginn 17. október og var…

    Ritstjórn

    20. okt 2025