Ályktun miðstjórnar ASÍ vegna Úkraínu

Höfundur

Ritstjórn

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands fordæmir árásir Rússlands á Úkraínu sem eru skýrt brot á alþjóðalögum og sjálfsákvörðunarrétti þjóða. Við styðjum allar friðsamlegar aðgerðir til að þrýsta á Rússa að draga herlið sitt til baka, þar með taldar viðskiptaþvinganir.

Í Úkraínu ríkir nú neyðarástand, vart er við skort á mat og vatni, lyf og aðrar nauðsynjavörur tæmast hratt og fólk býr í stöðugum ótta um eigið líf. Fleiri hundruð þúsunda flýja landið og þurfa skjól og stuðning.

Félagar okkar í verkalýðsfélögum Úkraínu og nágrannaríkjum þess hafa sent ákall til félaga sinna um heim allan um stuðning í orðum og verki. Stéttarfélög hafa breytt sér í mannúðarsamtök sem nýta húsnæði sitt sem flóttamannabúðir og nýta fjármagn sitt til að veita fæði og klæði. Alþýðusamband Íslands hefur ákveðið að veita fé til hjálparstarfs og hvetur aðildarfélög sín til að gera slíkt hið sama. Við hvetjum jafnframt til þess:

  • Að fólk taki þátt í mótmælum við stríðsrekstur Rússa í Úkraínu
  • Að ríkisstjórn Íslands tali fyrir friðsamlegum lausnum á alþjóðavettvangi og leggi sín lóð á vogarskálarnar til að draga úr stigmögnun átakanna
  • Að stjórnvöld á Íslandi veiti Úkraínumönnum sem hér óska verndar, málsmeðferð og vernd og taki þegar í stað á móti hópum kvótaflóttafólks
  • Að lífeyrissjóðir okkar dragi til baka fjárfestingar tengdar Rússlandi
  • Að ríkisstjórn Íslands styðji áfram viðskiptaþvinganir gegn Rússum
  • Að aðildarfélög undirbúi fræðsluefni á úkraínsku um íslenskt samfélag og vinnumarkað en ASÍ mun gera slíkt hið sama.
  • Að aðildarfélög leggi til húsnæði ef þörf krefur og þau hafa tök á til að taka við flóttafólki frá stríðshrjáðum svæðum.

Tengdar fréttir

  • ASÍ styrkir Samhjálp um páska

    ASÍ styrkir Samhjálp um 400 þúsund krónur nú í aðdraganda…

    Arnaldur Grétarsson

    15. apr 2025

    Kaffistofa Samhjálpar og merki Samhjálpar
  • Opið fyrir umsóknir í Minningarsjóð Eðvarðs Sigurðssonar 2025

    Minningarsjóður Eðvarðs Sigurðssonar auglýsir eftir umsóknum. Sjóðurinn veitir styrki til…

    Arnaldur Grétarsson

    8. apr 2025

    Eðvarð Sigurðsson
  • Engar tryggingar í frumvarpi um verð á raforku til almennings

    Stjórnvöld taki ekki tillit til sérstöðu raforkumála á Íslandi Alþýðusamband…

    Ritstjórn

    26. mar 2025