Search
Close this search box.
Search
Close this search box.

Nýtt mánaðaryfirlit – Hagvaxtaraukinn virkjast

Landsframleiðsla leiðrétt fyrir mannfjölda, þ.e. hagvöxtur á mann jókst um 2,5% milli ára. Að jafnaði voru landsmenn 372 þúsund talsins á síðasta ári og fjölgaði um 6500 milli ára, eða 1,8%. Það að hagvöxtur á mann hafi verið meira en 1% hefur þá þýðingu að forsendunefnd kjarasamninga mun koma saman til að ræða greiðslu hagvaxtarauka. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýju mánaðaryfirliti stefnumótunar og greiningar. Þar má einnig lesa um verðbólgumælingu febrúar mánaðar, samantekt á útgreiðslu séreignarsparnaðar í heimsfaraldri og jöfnunaráhrifum tekjuskattkerfisins.

Mánaðaryfirlitið fyrir febrúar 2022 má nálgast hér.

4,3% hagvöxtur á síðasta ári

Hagstofan hefur birt tölur um landsframleiðslu síðasta árs. Hagvöxtur mældist 4,3% á síðasta ári eftir 7,1% samdrátt árið 2020. Þjóðarútgjöld jukust kröftuglega, um 7,2% sem skýrðist fyrst og fremst af 7,6% vexti einkaneyslunnar og einnig af 13,6% aukningu í fjármunamyndun. Samneysla jókst um 1,8%. Sé fjármunamyndun skoðuð nánar, má sjá að veruleg aukning var í fjárfestingu atvinnuveganna, eða 23% ásamt því fjárfesting hins opinbera jókst um 12,4%. Athygli vekur að íbúðafjárfesting dróst saman milli ára, um 4,4% en er þó töluverð í sögulegu samhengi.

Landsframleiðsla leiðrétt fyrir mannfjölda, þ.e. hagvöxtur á mann jókst um 2,5% milli ára. Að jafnaði voru landsmenn 372 þúsund talsins á síðasta ári og fjölgaði um 6500 milli ára, eða 1,8%. Það að hagvöxtur á mann hafi verið meira en 1% hefur þá þýðingu að forsendunefnd kjarasamninga mun koma saman til að ræða greiðslu hagvaxtarauka.

Í lífskjarasamningunum var samið um sérstakar viðbótarhækkanir á laun og taxta verði efnahagsþróun hagfelldari en væntingar voru um. Þar segir:

„á árunum 2020-2023 komi til framkvæmda launaauki á grundvelli þróunar vergrar landsframleiðslu á hvern íbúa. Útreikningur launaaukans byggir á bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands um vísitölu vergrar landsframleiðslu á mann sem birtast í byrjun mars ár hvert fyrir næstliðið ár“

Hagvaxtarauki gæti þannig skilað á bilinu 3 – 13 þúsund krónum á mánuði á taxtalaun og á bilinu 2250 – 9750 krónum á mánuði í almennar launahækkanir. Til þess að hagvaxtarauki virkjist þyrfti hagvöxtur á mann að verða meiri en 1% og er svo stighækkandi með hverju hálfu prósentustigi upp að 3%. Vísitala Hagstofunnar um verga landsframleiðslu á mann var 99,82 árið 2020 og hækkaði um 2,53% milli ára og tók gildið 102,35 á síðasta ári.

Mánaðaryfirlit sviðs stefnumótunar og greininga má finna hér.

Author

Tengdar fréttir