Ársskýrsla Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins 2021 er komin út

Höfundur

Ritstjórn

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hefur gefið út ársskýrslu fyrir árið 2021. Þar er farið yfir árangurinn af starfinu yfir árið, helstu verkefni og samstarf.

Alls fóru 580 einstaklingar í gegnum mat á raunfærni á vegum framhaldsfræðslunnar á árinu og 2.391 einstaklingar luku námi í námsleiðum Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Auk þess fóru fram 8.600 ráðgjafarviðtöl um nám og störf.

Í ár kemur skýrslan eingöngu út rafrænt, en hana má nálgast á heimasíðu Fræðslumiðstöðvarinnar.

Ársskýrsla Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins 2021

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) er í eigu ASÍ, SA, BSRB, Sambands íslenskra sveitarfélaga og fjármálaráðuneytisins og er samstarfsvettvangur og verkfærasmiðja eigenda í fullorðins- og starfsmenntun á íslenskum vinnumarkaði.

Tengdar fréttir

  • Gallað frumvarp um breytt raforkulög  

    Frumvarp til laga um um breytingar á raforkulögum og lögum…

    Ritstjórn

    5. mar 2025

  • NÁMSKEIÐIÐ UNGIR LEIÐTOGAR HALDIÐ Í ÞRIÐJA SINN

    Ungir leiðtogar er námskeið ætlað ungu fólki innan verkalýðshreyfingarinnar. Áhersla…

    Ritstjórn

    20. jan 2025

    Ungir leiðtogar
  • Kvennaráðstefna ASÍ 2024 

    Ryðjum hindrunum úr vegi – kvenfrelsi og stéttabarátta. Kvennaráðstefna ASÍ…

    Ritstjórn

    14. nóv 2024