Ársskýrsla Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins 2021 er komin út

Höfundur

Ritstjórn

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hefur gefið út ársskýrslu fyrir árið 2021. Þar er farið yfir árangurinn af starfinu yfir árið, helstu verkefni og samstarf.

Alls fóru 580 einstaklingar í gegnum mat á raunfærni á vegum framhaldsfræðslunnar á árinu og 2.391 einstaklingar luku námi í námsleiðum Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Auk þess fóru fram 8.600 ráðgjafarviðtöl um nám og störf.

Í ár kemur skýrslan eingöngu út rafrænt, en hana má nálgast á heimasíðu Fræðslumiðstöðvarinnar.

Ársskýrsla Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins 2021

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) er í eigu ASÍ, SA, BSRB, Sambands íslenskra sveitarfélaga og fjármálaráðuneytisins og er samstarfsvettvangur og verkfærasmiðja eigenda í fullorðins- og starfsmenntun á íslenskum vinnumarkaði.

Tengdar fréttir

  • ASÍ styrkir Samhjálp um páska

    ASÍ styrkir Samhjálp um 400 þúsund krónur nú í aðdraganda…

    Arnaldur Grétarsson

    15. apr 2025

    Kaffistofa Samhjálpar og merki Samhjálpar
  • Opið fyrir umsóknir í Minningarsjóð Eðvarðs Sigurðssonar 2025

    Minningarsjóður Eðvarðs Sigurðssonar auglýsir eftir umsóknum. Sjóðurinn veitir styrki til…

    Arnaldur Grétarsson

    8. apr 2025

    Eðvarð Sigurðsson
  • Engar tryggingar í frumvarpi um verð á raforku til almennings

    Stjórnvöld taki ekki tillit til sérstöðu raforkumála á Íslandi Alþýðusamband…

    Ritstjórn

    26. mar 2025