Á fundi miðstjórnar ASÍ þann 10. júní síðastliðinn var ákveðið á grundvelli 40. gr. laga ASÍ að boða til formannafundar þann 22. júní nk. frá kl. 10:00 til 15:30. Fundurinn er samráðsfundur í ljósi erfiðrar stöðu á vinnumarkaði og þeirra stóru verkefna sem bíða haustsins.
Dagskrá fundarins verður þrískipt:
1. Yfirlýsing stjórnvalda í tengslum við lífskjarasamninginn – staða mála
2. Málefnastarf
Ferðaþjónusta á nýjum grunni
Ótrygg ráðningasambönd
Varnir fyrir heimilin
3. Áherslur við mat á forsendum kjarasamninga í september