Search
Close this search box.
Search
Close this search box.

Atvinnuleysi stóð í stað milli apríl og maí

Almennt atvinnuleysi stóð nokkurn veginn í stað milli apríl og maí en mikið dró úr fjölda þeirra sem fengu greiddar hlutabætur. Atvinnuleysi í maí var 7,4% en hafði verið 7,3% í apríl. Atvinnuleysi nú er tvöfalt hærra en á sama tíma í fyrra, en það var 3,7% í maí 2019 og 3,6% að meðaltali yfir árið. Áætlað atvinnuleysi vegna hlutabótaúrræðis minnkaði um tæplega helming milli mánaða, fór úr 10,3% í 5,6%. Ákvæði um hlutabætur atvinnuleysistrygginga verður í gildi út ágústmánuð en skilyrði verða þrengd um næstu mánaðarmót og má áætla að áfram dragi úr fjölda í úrræðinu á næstu vikum.

Mynd 1.

Í öllum aldurshópum hefur fjöldi atvinnulausra í lok mánaðar meira en tvöfaldast milli ára. Mesta aukningin er í yngsta hópnum, 16-19 ára og 20-24 ára, en atvinnulausir 16-19 ára í lok maí voru rúmlega þrisvar sinnum fleiri en í maí 2019, fjöldinn fór úr 93 í 280. Á aldursbilinu 20-24 ára voru 1.862 atvinnulausir í lok maí en voru 693 fyrir ári.
Atvinnuleysi er sem fyrr mest á Suðurnesjum þar sem ferðaþjónustan leikur stórt hlutverk. Almennt atvinnuleysi á Suðurnesjum jókst um 1 um prósentustig milli mánaða, fór úr 11,2% í 12,2%, en mikið dró úr nýtingu á hlutabótaúrræði sem var metið sem 14% atvinnuleysi í apríl en 7,4% í maí.

Mynd 2

Atvinnuleysi hefur aukist heldur meira hjá körlum undanfarið en hlutfallsleg skipting er þó enn nærri því sem verið hefur undanfarið. Sömu sögu er í raun að segja af erlendum ríkisborgurum, í haust og kringum áramót jókst hlutur þeirra í atvinnuleysi en síðustu mánuði hefur það jafnast aftur en segja má að nú sé einn af hverjum þremur á atvinnuleysisskrá erlendur ríkisborgari.

Mynd 3

Author

Tengdar fréttir