ASÍ og Jafningjafræðslan unnu saman í sumar

Höfundur

Ritstjórn

Samvinna ASÍ og Jafningjafræðslunnar hófst árið 2009 og hefur það tekist afar vel. Leiðbeinendur Jafningjafræðslunnar uppfræða krakka í Vinnuskóla Reykjavíkur, Vinnuskóla Kópavogs og Vinnuskóla Seltjarnarness og víðar um landið um verkalýðshreyfinguna og helstu réttindamál á vinnumarkaði. Auk þess styrkir ASÍ starf Jafningjafræðslunnar fjárhagslega.

Í sumar voru 16 ungir leiðbeinendur ráðnir til starfa sem Jafningjafræðarar og fræddu um 1500 ungmenni í 8 sveitarfélögum. Í byrjun sumars var haldið þriggja vikna undirbúningsnámskeið þar sem fræðarar fá fræðslu á málefnum líðandi stundar og leiðtogaþjálfun frá fagaðilum og fyrirlesurum.  Fulltrúi frá ASÍ kom á námskeið Jafningjafræðslunnar og fengu leiðbeinendurnir fræðslu um Verkalýðshreyfinguna og helstu réttindamál á vinnumarkaði.

Fræðslan í sumar gekk mjög vel og voru um 75% ungmenna sem fengu fræðslu sem fannst hún skemmtileg og 22% frekar skemmtileg af 1038 svarendum. 89% ungmennanna sögðust hafa lært eitthvað af fræðslunni.
Starf Jafningjafræðslu Hins hússins er gríðarlega mikilvægt og hefur það sýnt sig að fræðsla á jafningjagrundvelli skilar miklum árangri og ávinningurinn mikill.

Tengdar fréttir

  • NÁMSKEIÐIÐ UNGIR LEIÐTOGAR HALDIÐ Í ÞRIÐJA SINN

    Ungir leiðtogar er námskeið ætlað ungu fólki innan verkalýðshreyfingarinnar. Áhersla…

    Ritstjórn

    20. jan 2025

    Ungir leiðtogar
  • Kvennaráðstefna ASÍ 2024 

    Ryðjum hindrunum úr vegi – kvenfrelsi og stéttabarátta. Kvennaráðstefna ASÍ…

    Ritstjórn

    14. nóv 2024

  • Ekki er allt gull sem glóir

    Göran Dahlgren og Lisa Pelling skrifa: Það var okkur ánægja…

    Ritstjórn

    14. okt 2024