ASÍ og SA halda ráðstefnu um vinnumansal á Íslandi

Höfundur

Ritstjórn

Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins taka höndum saman gegn vinnumansali á Íslandi.

Undanfarin misseri hafa komið upp á yfirborðið nokkur mál á íslenskum vinnumarkaði sem sýna að vinnumansal þrífst í íslensku samfélagi.  

Hver er ábyrgð samfélagsins og hvernig getum við komið í veg fyrir vinnumansal? Hvernig gengur okkur að vernda þolendur vinnumansals? 

Skráning er hafin á ráðstefnu ASÍ og SA um vinnumansal sem haldin verður í Hörpu þann 26. september nk. 

Viðburðurinn er opinn öllum sem hafa snertingu við málaflokkinn sem og öðrum áhugasömum. 

Ekkert kostar inn á ráðstefnuna en mikilvægt er að skrá sig til leiks hér fyrir neðan. 

Hlekkur: Skrá sig á ráðstefnuna hér

Tengdar fréttir

  • Gerviverktaka – má bjóða þér lægri laun?

    Gerviverktaka á sér ýmsar birtingarmyndir og hefur verið nokkuð í…

    Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir

    21. nóv 2025

  • ASÍ varar við skerðingu á eftirlitsgetu verkalýðshreyfingarinnar

    Alþýðusamband Íslands hefur skilað umsögn um drög að frumvarpi dómsmálaráðherra…

    Ritstjórn

    10. nóv 2025

  • Atvinnuleysi á Íslandi – niðurstöður vinnumarkaðsskýrslu  

    Í nýrri skýrslu ASÍ, Íslenskur vinnumarkaður 2025, er fjallað ítarlega…

    Steinunn Bragadóttir

    3. nóv 2025