ASÍ styður baráttuna gegn spilakössum

Höfundur

Ritstjórn

Könnun um spilahegðun Íslendinga sem samtök áhugafólks um spilafíkn kynnti í dag staðfestir það sem lengi hefur verið rætt um, þ.e. að það er tiltölulega lítill hópur fólks sem stendur undir ótrúlegum fjárhæðum sem fara í spilakassana. Þeir eru í raun keyrðir áfram af þeim sem eiga við spilafíkn að stríða með öllum þeim vanda sem fylgir, félagslega og fjárhagslega. Það er því samfélagslega mikilvægt að taka á málinu og samkvæmt fyrrnefndri skoðanakönnun er þjóðin sammála því.

Spilafíkn er erfiður sjúkdómur sem kemur hart niður á lífsgæðum þeirra sem haldnir eru fíkninni og fjölskyldum þeirra. Alþýðusamband Íslands stendur með Samtökum áhugafólks um spilafíkn í baráttu þeirra gegn spilakössunum.

Tengdar fréttir

  • Eftirlitsfulltrúar í námsferð til Helsinki

    Starfsdagar eftirlitsfulltrúa Alþýðusambands Íslands og stéttarfélaganna fóru fram í Helsinki…

    Kristjana Fenger

    7. nóv 2025

  • Vel heppnað þing ASÍ-UNG

    ASÍ-UNG hélt sitt 11. þing föstudaginn 17. október og var…

    Ritstjórn

    20. okt 2025

  • Skýrsla forseta ASÍ 2025 komin út

    Skýrsla forseta fyrir árið 2025 er að venju efnismikil og…

    Arnaldur Grétarsson

    17. okt 2025