ASÍ styður frumvarp um breytt búvörulög

Höfundur

Ritstjórn

Alþýðusamband Íslands (ASÍ) styður þær breytingar sem boðaðar eru í frumvarpi til laga með breytingum á búvörulögum. Um leið vekur Alþýðusambandið athygli á þeim gríðarlega mun sem er á matvælaverði hér á landi borið saman við ríki Evrópu.

Þetta kemur fram í umsögn Alþýðusambandsins um frumvarpið sem birt hefur verið í samráðsgátt alþingis. Í umsögninni er minnt á aðdraganda málsins sem er lagabreyting sem tóku gild í mars 2024 og fól í sér að afurðastöðvum voru veittar rýmri undanþágur frá samkeppnislögum en þekkjast í nágrannaríkjum Íslendinga. Alþýðusambandið mótmælti þeim breytingum harðlega í yfirlýsingu og taldi að breytingarnar myndu skerða kjör launafólks og neytenda. Sambandið taldi jafnframt gagnrýnivert að svo víðtækar væru gerðar á frumvarpinu í meðförum nefndar og án alls samráðs við hagsmunaaðila eða eftirlitsstofnanir.

Í umsögninni um fyrirliggjandi frumvarp segir m.a: „Verðlag á Íslandi er hátt og með því hæsta sem þekkist innan ríkja Evrópu. Verð á matvöru er að jafnaði 42% hærra á Íslandi en í ríkjum Evrópusambandsins. Munurinn er meiri þegar horft er á verð á búvöru en verð á kjöti er um 64% hærra en í ESB og mjólkurvara 68% dýrari.“

Minnt er á verðlagsáhrif tollverndar og fákeppni og hraktar þær röksemdir sem lágu til grundvallar lagabreytingunum í mars í fyrra.

Umsögnina i heild má lesa hér:

Tengdar fréttir

  • Engar tryggingar í frumvarpi um verð á raforku til almennings

    Stjórnvöld taki ekki tillit til sérstöðu raforkumála á Íslandi Alþýðusamband…

    Ritstjórn

    26. mar 2025

  • Ályktun miðstjórnar um tillögur starfshóps um hagræðingu í ríkisrekstri

    Miðstjórn Alþýðusambands Íslands tekur undir stefnu nýkjörinnar ríkisstjórnar að fara…

    Ritstjórn

    21. mar 2025

  • Gallað frumvarp um breytt raforkulög  

    Frumvarp til laga um um breytingar á raforkulögum og lögum…

    Ritstjórn

    5. mar 2025