Dagvöruverð lækkar vegna heilsudaga 

Höfundur

Ritstjórn

Dagvöruvísitala verðlagseftirlitsins lækkar milli mánaða og mælist nú -0,1% í febrúar þegar fyrstu mælingar liggja fyrir. Orsök lækkunarinnar eru Heilsudagar í Nettó sem standa yfir fyrstu vikuna í febrúar. Vörurnar sem þar eru á afslætti eru fyrst og fremst vörur sem ekki fást í Krónunni og Bónus. Dagvöruvísitalan hækkaði um 0,35% í febrúar á síðasta ári þegar allur mánuðurinn lá fyrir.

Prís enn ódýrasta verslunin 

Prís er enn ódýrasta verslunin í reglulegu eftirliti verðlagseftirlitsins og eru verð þar mun lengra undir verði í Bónus en heldur en verð í Bónus eru undir Krónunni. Verð í Nettó er svo skammt undan. Samanburðurinn er aðeins framkvæmdur vöru fyrir vöru, ekki á vörum sem finnast ekki í öðrum verslunum. Þetta þýðir að Heilsudagar Nettó hnika ekki stöðu verslunarinnar í samanburði við Krónuna og Bónus; það eru fyrst og fremst aðrar vörur sem nú eru á útsölu þar. 

Verðhækkanir risanna á svipuðum takti og áður 

Verðlag í Krónunni og Bónus hækkar í svipuðum takti og undanfarna mánuði, um 0,25% í Krónunni og 0,5% í Bónus. Verð í Bónus hefur að jafnaði hækkað meira en í Krónunni síðustu mánuði, en það skýrist ekki síst af því að vörur frá Euroshopper hafa hækkað meira en vörur frá Gestus og First Price. 

Enn hækkar gos og ís 

Miðað við febúar í fyrra vega hækkanir vissra birgja afar þungt. Verð í Nóa Síríus og Freyju hefur á einu ári hækkað yfir 20% og frá Kjörís um 17%, þegar meðalhækkun verðs í Bónus og Krónunni er skoðað. 

Eins og verðlagseftirlitið benti á í janúar leiddu Ölgerðin og Kjörís hækkanir milli desember og janúar. Nú hafa Coca Cola á Íslandi og Emmessís bætt um betur og hækka meira en keppinautar þeirra milli desember og febrúar. 

Tengdar fréttir

  • Verðlag í Bónus hækkar um 1,8% frá desember 

    Verðlag á dagvöru hækkaði um 0,7% í febrúar frá fyrri…

    Benjamin Julian

    12. mar 2025

  • Verðbólga lækkaði í janúar

    Hagstofan birti i gær vísitölu neysluverðs fyrir janúar og lækkaði…

    Ritstjórn

    31. jan 2025

  • Vöruflokkar allt að 12% ódýrari í Prís en Bónus 

    Vörur í Prís eru 4% ódýrari en í Bónus að…

    Ritstjórn

    22. jan 2025