Efling óskar eftir fundi með SA vegna vanefnda

Höfundur

Ritstjórn

Efling hefur krafist fundar með framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, Halldóri Benjamín Þorbergssyni, í húsakynnum ríkissáttasemjara vegna vanefnda á nýundirrituðum kjarasamningi. Málið kemur til vegna hópuppsagnar hótelstjórans Árna Vals Sólonssonar á launakjörum starfsfólks síns umsvifalaust eftir samþykkt kjarasamninganna. Segir í uppsagnarbréfinu að þetta sé „til að lækka launakostnað“ vegna „væntanlegs kostnaðarauka“.

Bréf var sent á Árna Val, sem stýrir CityPark, CityCenter og CapitalInn hótelunum, til að fá skýringar á þessu. Rekstrarfélög Árna Vals tilheyra Samtökum atvinnulífsins, svo þau voru líka beðin um viðbrögð.

Miðstjórn ASÍ lýsti því yfir í kjölfarið að stéttarfélögum væri áskilinn réttur til að rifta kjarasamningum gagnvart þeim atvinnurekendum sem ekki virtu þá sem samið hefur verið um. Þar með væru lögmætar þvingunaraðgerðir á borð við verkföll í spilinu.

Erindi Eflingar til SA

Tengdar fréttir

  • Ný rannsókn sýnir mikla óánægju meðal foreldra með svokallað Kópavogsmódel

    Varða – rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins kynnti í dag niðurstöður nýrrar viðtalsrannsóknar…

    Ritstjórn

    2. okt 2025

  • Samband íslenskra samvinnufélaga blæs til málþings

    Þann 3. september næstkomandi kl. 16 verður málþing í Kaldalóni…

    Ritstjórn

    2. sep 2025

  • Alþýðusamband Íslands og Lúðrasveit verkalýðsins hafa endurnýjað samstarf sitt

    Samstarf þessara tveggja aðila á sér djúpar rætur í íslenskri…

    Ritstjórn

    3. jún 2025