Ekki heimilt að slíta ráðningarsamningum bótalaust með vísan til reglna um force majeure

Höfundur

Ritstjórn

COVID-19 faraldurinn og ráðstafanir stjórnvalda vegna hans geta haft veruleg áhrif á efndir samninga, þar með talið ráðningarsamninga. En eru áhrifin slík að launagreiðandi geti sagt sig fyrirvaralaust og án bóta frá efndum á ráðningarsamningi við starfsmann sinn á grundvelli reglna um force majeure (óviðráðanlegir atburðir) þar sem ekki sé lengur þörf fyrir vinnuframlag hans?

Í grein sem lögfræðingur ASÍ ritar á vef sambandsins kemur fram það álit hans, að ekki sé heimilt að víkja til hliðar ákvæðum kjarasamninga um uppsagnarfresti með vísan til force majeure af völdum COVID-19. Það sé hvorki heimilt á grundvelli almennra og ólögfestra reglna um force majeure eða með vísan til 1.mgr. 3.gr. laga nr. 19/1979 nema hvað varðar hráefnisskort hjá fiskiðjuverum og líklega ef vörur skortir til upp- eða útskipunar.

Hér má lesa nánar um þetta mál

Tengdar fréttir

  • Ný rannsókn sýnir mikla óánægju meðal foreldra með svokallað Kópavogsmódel

    Varða – rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins kynnti í dag niðurstöður nýrrar viðtalsrannsóknar…

    Ritstjórn

    2. okt 2025

  • Samband íslenskra samvinnufélaga blæs til málþings

    Þann 3. september næstkomandi kl. 16 verður málþing í Kaldalóni…

    Ritstjórn

    2. sep 2025

  • Alþýðusamband Íslands og Lúðrasveit verkalýðsins hafa endurnýjað samstarf sitt

    Samstarf þessara tveggja aðila á sér djúpar rætur í íslenskri…

    Ritstjórn

    3. jún 2025