Er ávaxtakarfa og líkamsræktarstyrktur nóg?

Höfundur

Ritstjórn

VIRK Starfsendurhæfingarsjóður, Embætti landlæknis og Vinnueftirlit ríkisins gangast fyrir morgunfundi um heilsueflandi vinnustaði í Háteigi á Grand Hótel þann 9. maí. kl. 8.15-10.00. Húsið opnar kl. 8.00 með léttri morgunhressingu.

Aðallfyrirlesarinn er Karolien Van Den Brekel heimilislæknir og doktor í sálfræði sem fjallar um jákvæða heilsu og vinnustaði. Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir frá Embætti landlæknis ræðir hvernig gera megi betur í heilsueflingu og Jóhann F. Friðriksson frá Vinnueftirlitinu um mikilvægi fjárfestingar í heilsu starfsmanna. Ingibjörg Loftsdóttir, sviðsstjóri hjá VIRK, stýrir fundinum.

08.15 Fundur settur
Heilsuefling – Tækifæri til að gera betur
Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir. Lýðheilsufræðingur, Embætti landlæknis
Hvers vegna að fjárfesta í heilsu starfsmanna?
Jóhann F. Friðriksson, lýðheilsufræðingur, Vinnueftirlit ríkisins
Jákvæð heilsa á vinnustað
Karolien Van Den Brekel MD, Phd
10:00 Fundarlok

Morgunfundurinn er sá fyrsti í fundaröð um heilsueflingu á vinnustöðum og er hluti af samstarfi VIRK, Landlæknis og Vinnueftirlitsins um heilsueflingu og forvarnir á vinnustöðum. Markmið samstarfsins er að stuðla að betri heilsu og vellíðan vinnandi fólks á vinnustöðum, fyrirbyggja kulnun og minnka brottfall af vinnumarkaði.

Fundurinn er öllum opinn, aðgangur er ókeypis en skrá þarf þátttöku á virk.is

Tengdar fréttir

  • ASÍ styrkir Samhjálp um jólin 2025

    Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ, afhenti Samhjálp styrk upp á…

    Ritstjórn

    12. des 2025

  • Útgáfufundur Kjaratölfræðinefndar 27. nóv

    Nýjasta skýrsla Kjaratölfræðinefndar verður kynnt í húsakynnum ríkissáttasemjara fimmtudaginn 27. nóvember…

    Ritstjórn

    27. nóv 2025

  • Eftirlitsfulltrúar í námsferð til Helsinki

    Starfsdagar eftirlitsfulltrúa Alþýðusambands Íslands og stéttarfélaganna fóru fram í Helsinki…

    Kristjana Fenger

    7. nóv 2025