Frumvarp um leigubíla órökstutt og vanbúið

Höfundur

Ritstjórn

Alþýðusamband Íslands (ASÍ) telur að grunnatriði frumvarps til laga um leigubifreiðaakstur séu hvorki nægilega vel undirbúin né rökstudd. Þetta kemur fram í umsögn sem ASÍ hefur veitt um þetta frumvarp innviðaráðherra.

Í umsögninni kemur m.a. fram að ASÍ telji rétt að hinkra með þær breytingar sem frumvarpið boðar. Lagt er til að fylgst verði með þeim breytingum sem í vændum séu í nágrannaríkjum og þá sérstaklega á Norðurlöndum.

Vakin er athygli á að í Kaliforníu í Bandaríkjunum hafi verið horfið frá fyrri breytingum sem sagðar hafi verið í „frjálsræðisátt“ en leitt hafi aukna fátækt og réttindaleysi yfir leigubifreiðastjóra.

Alþýðusambandið hefur ítrekað veitt umsögn um mál þetta. Vakin er athygli á að þrátt fyrir að sambandið hafi bent á greinilega galla á lagasetningunni og rökstutt þær ábendingar sé í frumvarpinu hvergi gerð tilraun til að bregðast við þeim.

Umsögn ASÍ um frumvarp til laga um leigubifreiðaakstur má nálgast hér.

Tengdar fréttir

  • NÁMSKEIÐIÐ UNGIR LEIÐTOGAR HALDIÐ Í ÞRIÐJA SINN

    Ungir leiðtogar er námskeið ætlað ungu fólki innan verkalýðshreyfingarinnar. Áhersla…

    Ritstjórn

    20. jan 2025

    Ungir leiðtogar
  • Kvennaráðstefna ASÍ 2024 

    Ryðjum hindrunum úr vegi – kvenfrelsi og stéttabarátta. Kvennaráðstefna ASÍ…

    Ritstjórn

    14. nóv 2024

  • Ekki er allt gull sem glóir

    Göran Dahlgren og Lisa Pelling skrifa: Það var okkur ánægja…

    Ritstjórn

    14. okt 2024