Frumvarp um leigubíla órökstutt og vanbúið

Höfundur

Ritstjórn

Alþýðusamband Íslands (ASÍ) telur að grunnatriði frumvarps til laga um leigubifreiðaakstur séu hvorki nægilega vel undirbúin né rökstudd. Þetta kemur fram í umsögn sem ASÍ hefur veitt um þetta frumvarp innviðaráðherra.

Í umsögninni kemur m.a. fram að ASÍ telji rétt að hinkra með þær breytingar sem frumvarpið boðar. Lagt er til að fylgst verði með þeim breytingum sem í vændum séu í nágrannaríkjum og þá sérstaklega á Norðurlöndum.

Vakin er athygli á að í Kaliforníu í Bandaríkjunum hafi verið horfið frá fyrri breytingum sem sagðar hafi verið í „frjálsræðisátt“ en leitt hafi aukna fátækt og réttindaleysi yfir leigubifreiðastjóra.

Alþýðusambandið hefur ítrekað veitt umsögn um mál þetta. Vakin er athygli á að þrátt fyrir að sambandið hafi bent á greinilega galla á lagasetningunni og rökstutt þær ábendingar sé í frumvarpinu hvergi gerð tilraun til að bregðast við þeim.

Umsögn ASÍ um frumvarp til laga um leigubifreiðaakstur má nálgast hér.

Tengdar fréttir

  • Skýrsla forseta ASÍ 2025 komin út

    Skýrsla forseta fyrir árið 2025 er að venju efnismikil og…

    Arnaldur Grétarsson

    17. okt 2025

  • ASÍ gagnrýnir niðurskurð og óttast aukna verðbólgu

    Alþýðusamband Íslands gerir athugasemdir við áform ríkisstjórnarinnar um niðurskurð eins…

    Ritstjórn

    17. okt 2025

  • Ný rannsókn sýnir mikla óánægju meðal foreldra með svokallað Kópavogsmódel

    Varða – rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins kynnti í dag niðurstöður nýrrar viðtalsrannsóknar…

    Ritstjórn

    2. okt 2025