Gengið frá kjarasamningi fyrir starfsfólk í álverinu

Höfundur

Ritstjórn

Gengið hefur verið frá nýjum kjarasamningi milli verkalýðsfélaga starfsfólks sem starfar í álverinu í Straumsvík og ÍSAL. Samningurinn gildir frá 1. júní 2019, til 31. mars 2021, eða alls í 22 mánuði.

Verkfallsaðgerðum, sem hefjast áttu 24. mars nk. hefur því verið frestað.

Samningurinn byggir í öllum meginatriðum á þeim kjarasamningum sem þegar er búið að gera. Því til viðbótar náðust inn að hluta leiðréttingar á ýmsu þar sem laun starfsfólks í álverinu hafa dregist aftur úr öðrum samningum frá 2015.

Það er ljóst, að órofa samstaða starfsfólks, eins og hún birtist í atkvæðagreiðslu um boðun aðgerða, hefur skilað þessum árangri.

Samningurinn verður kynntur á næstu dögum á vegum félaganna. Kynningarnar munu taka tillit til ástandsins í samfélaginu vegna COVID-19 faraldursins og fara að einhverju leyti fram í fjarfundaformi og á vefjum félaganna.

Áætlað er að atkvæðagreiðsla um samninginn hefjist kl. 11:00 nk. þriðjudag og ljúki kl. 11:00 föstudaginn 27. mars.

Tengdar fréttir

  • Aðgerðir tengdar kjarasamningum taka gildi

    Við gerð kjarasamninga gerði verkalýðshreyfingin kröfur á stjórnvöld um aðgerðir…

    Ritstjórn

    5. jún 2024

  • Mikill stuðningur við kjarasamning SGS og SA

    Kjarasamningur Starfsgreinasambands Íslands (SGS) og Samtaka atvinnulífsins (SA) hefur verið…

    Ritstjórn

    19. des 2022

  • Vörukarfa ASÍ hækkaði í 6 af 8 verslunum á 6

    Á 6 mánaða tímabili, frá lokum mars 2021 fram í…

    Ritstjórn

    15. okt 2021