Gilbert F. Houngbo nýr framkvæmdastjóri ILO

Höfundur

Ritstjórn

Gilbert F. Houngbo frá Togo hefur verið kjörinn nýr framkvæmdastjóri Alþjóðavinnumálastofnunarinnar ILO, en hann er núverandi forseti Alþjóðaþróunarsjóðs landbúnaðarins IFAD.

Houngbo naut stuðnings allra fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar á fundi ILO í Genf. Hann verður 11. framkvæmdastjóri ILO og fyrsti fulltrúinn frá Afríku til að takast á við embættið.

Í kjölfar kjörsins sagði Houngbo: „Þrátt fyrir að rætur mínar liggi í Afríku, er sýn mín alþjóðleg. Á tímum sem þessum, sem því miður einkennast af sundrung, vil ég halda fast við skuldbindingar mínar um að vera framkvæmdastjóri sem vinnur að samstöðu.“

Nýr framkvæmdastjóri tekur við til fimm ára 1. október n.k. Núverandi framkvæmdastjóri, Guy Ryder frá Bretlandi hefur starfað síðan 2012.

Nánar má lesa um kosningarnar á vef ILO.

Tengdar fréttir

  • Ný rannsókn sýnir mikla óánægju meðal foreldra með svokallað Kópavogsmódel

    Varða – rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins kynnti í dag niðurstöður nýrrar viðtalsrannsóknar…

    Ritstjórn

    2. okt 2025

  • Samband íslenskra samvinnufélaga blæs til málþings

    Þann 3. september næstkomandi kl. 16 verður málþing í Kaldalóni…

    Ritstjórn

    2. sep 2025

  • Alþýðusamband Íslands og Lúðrasveit verkalýðsins hafa endurnýjað samstarf sitt

    Samstarf þessara tveggja aðila á sér djúpar rætur í íslenskri…

    Ritstjórn

    3. jún 2025