Gilbert F. Houngbo nýr framkvæmdastjóri ILO

Höfundur

Ritstjórn

Gilbert F. Houngbo frá Togo hefur verið kjörinn nýr framkvæmdastjóri Alþjóðavinnumálastofnunarinnar ILO, en hann er núverandi forseti Alþjóðaþróunarsjóðs landbúnaðarins IFAD.

Houngbo naut stuðnings allra fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar á fundi ILO í Genf. Hann verður 11. framkvæmdastjóri ILO og fyrsti fulltrúinn frá Afríku til að takast á við embættið.

Í kjölfar kjörsins sagði Houngbo: „Þrátt fyrir að rætur mínar liggi í Afríku, er sýn mín alþjóðleg. Á tímum sem þessum, sem því miður einkennast af sundrung, vil ég halda fast við skuldbindingar mínar um að vera framkvæmdastjóri sem vinnur að samstöðu.“

Nýr framkvæmdastjóri tekur við til fimm ára 1. október n.k. Núverandi framkvæmdastjóri, Guy Ryder frá Bretlandi hefur starfað síðan 2012.

Nánar má lesa um kosningarnar á vef ILO.

Tengdar fréttir

  • Vel heppnað þing ASÍ-UNG

    ASÍ-UNG hélt sitt 11. þing föstudaginn 17. október og var…

    Ritstjórn

    20. okt 2025

  • Skýrsla forseta ASÍ 2025 komin út

    Skýrsla forseta fyrir árið 2025 er að venju efnismikil og…

    Arnaldur Grétarsson

    17. okt 2025

  • ASÍ gagnrýnir niðurskurð og óttast aukna verðbólgu

    Alþýðusamband Íslands gerir athugasemdir við áform ríkisstjórnarinnar um niðurskurð eins…

    Ritstjórn

    17. okt 2025