Hægir á verðhækkunum matvöru 

Höfundur

Ritstjórn

Verðbólga í matvöruverslunum fer lækkandi það sem af er ári. Milli mánaða hækkaði verðlag þeirra um 0,12% samkvæmt greiningum verðlagseftirlits ASÍ. Jafngildir það um 1,4% hækkun á ársgrundvelli. Þetta er margfalt lægri verðbólga en Hagstofan mældi í matar- og drykkjarvörum í fyrra en til viðmiðunar var árshækkun matvöruverðs 12,3% í maí á síðasta ári. Verðlag lækkar í fjórum verslunum en hækkar í sex. 

 

Breytingar milli mánaða 

Verðlag í Heimkaupum hækkaði mest milli mánaða, en langmest verðhækkun þar var í snyrti- og hreingerningarvörum, rúmlega 10%. Er það til dæmis vegna 20-25% hækkunar á Elvital vörum. Hvað aðrar markverðar hækkanir varðar: 

  • Nettó: Filippo Berio ólífuolía hækkar um 21%. 
  • Hagkaup: Omnom súkkulaði hækkar um 17%. 
  • Krónan: 4stk laukur og rauðlaukur í neti hækkar um 15%. 
  • Bónus: Omnom súkkulaði hækkar um 10% og Milka plötur um 19%. 
  • Iceland: Ýmsir gosdrykkir hækka eftir afslætti í apríl. 
  • Krambúðin: Filippo Berio ólífuolía hækkar um rúm 20%.  
  • 10-11: Hvítlaukur hækkar um 35%. 
  • Kjörbúðin: Maarud snakk hækkar um 25% eftir afslætti í apríl. 
  • Extra: Hvítlaukur hækkar um 54%. 

Verð í flokknum sykur stóð í stað eða lækkaði í öllum verslunum nema tveimur, mest í Kjörbúðinni og Iceland (6%), Krambúðinni (4%) og Nettó (3%). 

 

Verðlag stóð í stað eða lækkaði milli mánaða í Iceland, Krambúðinni, Kjörbúðinni og Fjarðarkaupum. 

 

Frá undirritun kjarasamninga 

Verðlag í matvöruverslunum hefur hækkað um 0,52% frá undirritun kjarasamninga, samkvæmt vörukörfu verðlagseftirlitsins. Þetta jafngildir 2,6% hækkun á ársgrundvelli. Mest hefur verðlag hækkað í Iceland (0,9%), Heimkaupum (0,8%) og Bónus (0,8%) en minnst í 10-11. 

 

Um könnunina 

Verðlagsbreytingar eru reiknaðar með vigtun vöruflokka og verslana. Þegar talað er um breytingu á verðlagi er um að ræða veginn útreikning, en breyting á verði merkir stakan samanburð eða óvegið meðaltal.  

Við verðsamanburð eru skoðaðar verðmælingar frá hverju viðmiðunartímabili fyrir sig – meðalverð í hverjum mánuði, eða meðalverð tímabilsins 6-13. mars þegar borið er saman við undirritun kjarasamninga. Þessi verð eru borin saman við nýjustu verð sem verðlagseftirlitið hefur aflað, sem eru að jafnaði frá 21. maí 2024. 

Óheimilt er að vitna í könnunina í auglýsingum og við sölu nema með heimild ASÍ. 

Tengdar fréttir

  • Melabúðin segir pass við verðlagseftirliti

    Melabúðin hefur hafnað þátttöku í verðlagseftirliti Alþýðusambandsins. Áður en sú…

    Benjamin Julian

    17. mar 2025

    Melabúðin
  • Verðlag í Bónus hækkar um 1,8% frá desember 

    Verðlag á dagvöru hækkaði um 0,7% í febrúar frá fyrri…

    Benjamin Julian

    12. mar 2025

  • Dagvöruverð lækkar vegna heilsudaga 

    Dagvöruvísitala verðlagseftirlitsins lækkar milli mánaða og mælist nú -0,1% í…

    Ritstjórn

    6. feb 2025