Húsnæðismál og lífeyrismál áberandi á þingum landssambandanna

Höfundur

Ritstjórn

Tvö landssambönd innan ASÍ héldu sín þing í síðustu viku. Starfsgreinasamband Íslands hélt sitt þing í Hofi á Akureyri dagana 23.-25. mars. Landssamband íslenzkra verzlunarmanna hittist svo á framhaldsþingi 32. þings á Hótel Hallormsstað 24.-25. mars.

Húsnæðismál og málefni lífeyrissjóðanna voru áberandi umfjöllunarefni á báðum þingum eins og sjá má í greinagóðum ályktunum sem samþykkt voru á hvoru þingi fyrir sig. Á báðum þingum er kallað eftir aðgerðum til að bregðast við neyðarástandi á húsnæðismarkaði.

Ekki urðu neinar mannabreytingar á þingi LÍV, en talsverðar breytingar urðu á stjórn SGS. Vilhjálmur Birgisson, Verkalýðsfélagi Akraness, var kosinn nýr formaður SGS og Guðbjörg Kristmundsdóttir, Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis, varaformaður. Björn Snæbjörnsson lét af störfum sem formaður eftir 12 ára setu.

Hér má kynna sér ályktanir LÍV þingsins.

Hér má skoða ályktanir frá SGS þinginu.

Tengdar fréttir

  • ASÍ styrkir Samhjálp um jólin 2025

    Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ, afhenti Samhjálp styrk upp á…

    Ritstjórn

    12. des 2025

  • Útgáfufundur Kjaratölfræðinefndar 27. nóv

    Nýjasta skýrsla Kjaratölfræðinefndar verður kynnt í húsakynnum ríkissáttasemjara fimmtudaginn 27. nóvember…

    Ritstjórn

    27. nóv 2025

  • Eftirlitsfulltrúar í námsferð til Helsinki

    Starfsdagar eftirlitsfulltrúa Alþýðusambands Íslands og stéttarfélaganna fóru fram í Helsinki…

    Kristjana Fenger

    7. nóv 2025