Íslenskur vinnumarkaður 2023: Sérgreining Vörðu – rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins

Höfundur

Ritstjórn

Rétt er að tilkynna um að sérgreining Vörðu – rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins um stöðu launafólks, í tengslum við skýrslu ASÍ um íslenskan vinnumarkað er nú aðgengileg. Sérstök áhersla er lögð á erlent launafólk og vinnumarkaðsbrot sem það verður fyrir.

Í sérgreiningunni kveðast 56% innflytjenda hafa orðið fyrir vinnumarkaðsbrotum á síðustu 12 mánuðum. Alls segjast 37% þátttakenda hafa orðið fyrir slíku misrétti á þessu tímabili.

Greining Vörðu leiðir enn fremur í ljós mismunun gagnvart fólki með annan húðlit en hvítan.

Vinnumarkaðsskýrslan í heild sinni dregur fram þá tvískiptingu sem er til staðar á íslenskum vinnumarkaði; hann samanstendur af heimafólki annars vegar og hins vegar innflytjendum. Síðarnefndi hópurinn stendur mun hallari fæti gagnvart brotum atvinnurekenda á vinnumarkaði.

Skýrslan leiðir einnig í ljós að ungt fólk er mun líklegra en hinir eldri að verða fyrir vinnumarkaðsbrotum.

Sérgreining Vörðu er aðgengileg hér.

Skýrslan íslenskur vinnumarkaður 2023 er aðgengilegur hér.

Tengdar fréttir

  • NÁMSKEIÐIÐ UNGIR LEIÐTOGAR HALDIÐ Í ÞRIÐJA SINN

    Ungir leiðtogar er námskeið ætlað ungu fólki innan verkalýðshreyfingarinnar. Áhersla…

    Ritstjórn

    20. jan 2025

    Ungir leiðtogar
  • Kvennaráðstefna ASÍ 2024 

    Ryðjum hindrunum úr vegi – kvenfrelsi og stéttabarátta. Kvennaráðstefna ASÍ…

    Ritstjórn

    14. nóv 2024

  • Ekki er allt gull sem glóir

    Göran Dahlgren og Lisa Pelling skrifa: Það var okkur ánægja…

    Ritstjórn

    14. okt 2024