Kófið og hrunið: lærdómur og leiðin fram á við

Höfundur

Ritstjórn

Sérfræðingahópur verkalýðshreyfingarinnar um efnahagsleg áhrif COVID-kreppunnar boðar til opins veffundar undir yfirskriftinni Kófið og hrunið: lærdómur og leiðin fram á við. Á fundinum kynnir hópurinn nýja greiningu þar sem efnahagsleg áhrif hrunsins eru borin saman við áhrif COVID-kreppunnar. Samhliða verður því velt upp með hvaða hætti langtímaáhrif kófsins kunna að birtast.
Fundurinn fer fram þriðjudaginn 15. desember milli 11.00 og 11.45.

Smellið hér til að taka þátt

Dagskrá
Samanburður á hruninu og kófinu
Vilhjálmur Hilmarsson, hagfræðingur BHM, kynnir greiningu sérfræðingahópsins

Horft til framtíðar
Drífa Snædal, forseti ASÍ
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSBR
Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM

Halla Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri ASÍ og formaður sérfræðingahópsins, stýrir fundinum.

Um sérfræðingahópinn
Sérfræðingahópur ASÍ, BSRB og BHM er var skipaður 16. september sl. og hefur þegar skilað einni skýrslu um áhrif kreppunnar á atvinnuleysis mismunandi hópa.

Hópinn skipa:
Halla Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri ASÍ, formaður
Ásgeir Brynjar Torfason, doktor í viðskiptafræði og fulltrúi í fjármálaráði
Guðrún Johnsen, efnahagsráðgjafi VR
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB
Sigrún Ólafsdóttir, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands
Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði og sérfræðingur hjá Eflingu
Vilhjálmur Hilmarsson, hagfræðingur BHM
Ásgeir Sverrisson, sérfræðingur ASÍ, starfar með hópnum

Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, var í hópnum og tók þátt í gerð fyrstu skýrslu hans og hugmyndavinnu hópsins.

Tengdar fréttir

  • NÁMSKEIÐIÐ UNGIR LEIÐTOGAR HALDIÐ Í ÞRIÐJA SINN

    Ungir leiðtogar er námskeið ætlað ungu fólki innan verkalýðshreyfingarinnar. Áhersla…

    Ritstjórn

    20. jan 2025

    Ungir leiðtogar
  • Kvennaráðstefna ASÍ 2024 

    Ryðjum hindrunum úr vegi – kvenfrelsi og stéttabarátta. Kvennaráðstefna ASÍ…

    Ritstjórn

    14. nóv 2024

  • Ekki er allt gull sem glóir

    Göran Dahlgren og Lisa Pelling skrifa: Það var okkur ánægja…

    Ritstjórn

    14. okt 2024